Staðfesta áminningu vegna flutnings 37 þorska milli skipa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 10:46 Veiðieftirlit Fiskistofu stóð skipstjóra að því að færa 37 þorska milli skipa. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerðaraðila skriflega áminningu fyrir að hafa fært 37 þorska milli skipa í júní 2022. Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Málsatvikum er lýst í skýrslu veiðieftirlitsmanna Fiskistofu frá því í júlí 2022 en þar segir að veiðieftirlitsmenn hafi orðið vitni að því þegar skipstjóri á ónefndu skipi á strandveiðum tíndi þorsk upp úr lestinni hjá sér og í kar uppi á dekki. Fylgst var með skipinu með dróna og eftir stutta siglingu sást það leggjast að öðru skipi þar sem umræddur þorskur var færður yfir, 37 stykki samtals. Útgerðaraðilinn fékk tækifæri til að veita andsvör og sagði að það hefði ekki verið ásetningur skipstjórans að brjóta reglur. Hann hefði hins vegar séð í lok dags að aflinn hafi verið orðinn ríflegur dagskammtur á strandveiðum og því ákveðið að gefa umframaflann til annars báts. Allur afli hefði verið veginn á hafnarvog. Skipstjórinn hefði ekki talið að það væri tiltökumál að færa nokkra fiska milli skipa og var meðal annars vísað til jafnræðisreglunnar og þess að uppsjávarskipum væri heimilt að miðla afla sín á milli. Fiskistofa sagði hins vegar í niðurstöðu sinni að markmiðið með heimildum til miðlunar afla úr nótum á miðunum, milli uppsjávarskipa, væri að koma í veg fyrir að síld eða loðnu væri sleppt dauðri úr nótunum og tryggja að öllum afla væri landað. Ekki væri um að ræða að sama hætta fylgdi veiðum með handfærarúllum, þar sem skipstjóri gæti séð til þess að allur afli væri hirtur og honum landað. Þá væri auðvelt að tryggja að aflinn færi ekki langt umfram lögbundinn hámarksafla. Fiskistofa sagði brotin hafa verið til þess fallin að hafa í för með sér ávinning fyrir hlutaðeigandi en hann hefði þó verið óverulegur. Matvælaráðuneytið staðfesti, eins og fyrr segir, ákvörðun Fiskistofu og baðst sömuleiðis afsökunar á töfum á uppkvaðningu úrskurðarins, sem mætti rekja til mikilla anna í ráðuneytinu. Úrskurðurinn í heild.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira