Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2024 21:31 Mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið í verslunum Kúltúr frá því á laugardag. Svona var umhorfs í Kúltur menn í dag. Vísir/Sigurjón Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag, Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag,
Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28