„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 14:28 Svava segir að rífa þurfi allt loft og innréttingar í verslun Gallerí sautján í Kringlunni vegna vatnsskemmda Vísit/Vilhelm/Viktor Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón. Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Á fjórða tímanum í gær kviknaði eldur í þaki Kringlunnar austanmeginn, en mikið tjón varð af eldunum, reyknum, og vatninu og froðunni sem slökkviliðsmenn notuðu við slökkvistörf. Mesta tjónið er nú í verslun Gallerí sautján, en Svava eigandi segir stöðuna alls ekki góða. „Það flæddi inn í alla búðina, reykurinn var líka svakalega mikill. Allar loftklæðningar eru byrjaðar að brotna niður, þetta fór bara mjög illa. Þetta er stórtjón fyrir okkur,“ segir Svava. Vatn hafi lekið niður hæðir og ganga á þessum hluta Kringlunnar. Nokkuð mikið vatn var á gólfum í KringlunniVísir/Viktor Freyr Í Gallerí sautján voru 650 fermetrar af nýlögðu parketi, sem nú er ónýtt. „Það þarf að rífa loft og innréttingar, af því annars er hætta á rakaskemmdum. Þetta er allt blautt þarna bakvið og þetta er allt bólgnað,“ segir Svava. Áætlar að um tuttugu verslanir hafi orðið fyrir mismiklu tjóni Fjórar verslanir af þeim sex sem Svava rekur í Kringlunni urðu fyrir tjóni. Gallerí sautján hafi farið verst út úr þessu, en búðirnar Kultur, Kultur menn og GS skór hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Verslanirnar Macland, Nespresso og Markó Póló sem eru við hlið þessara búða urðu einnig fyrir tjóni. Svava segir að stór hluti af húsinu sé í góðu lagi, og verslanir hinum megin hafi sloppið. Um tuttugu verslanir austanmeginn, bæði uppi og niðri, séu þó talsvert skemmdar. Miklar vatnsskemmdir eru í austurhluta KringlunnarVísir/Viktor Freyr Því miður verði Gallerí sautján örugglega ekki opnuð fyrr en eftir margar vikur eða mánuði, en Svava minnir á að búðin sé líka í Smáralind og á ntc.is Hún vonar að hægt sé að vinna út úr þessu eins hratt og hægt er. Hún segir að búðareigendur sem ekki urðu fyrir tjóni séu samt stödd í húsinu núna að hjálpa, og segir að þótt þau séu í samkeppni þá séu þau öll innst inni vinir. Að lokum segir hún að Kringlan hafi staðið vel að málum meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og almennt skipulag um kringum þetta tjón.
Kringlan Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði í Kringlunni Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira