Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 14:22 Mikkó þakkar nýjustu tækninni í Teslu lífbjörgina. Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. „Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“ Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þegar ég er kominn af stað þá lít ég til vinstri og þá sé ég Tesluna koma bara nánast á framstuðaranum hún hemlaði svo fast. Mér verður um og gæinn með hendur upp í loft og jafn hissa og ég,“ segir mótorhjólamaðurinn Mikkó sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg ljóst að það hafi verið bíllinn, skynjari í Teslunni, sem hafi stöðvað bílinn en ekki ökumaðurinn sjálfur. Ekki í fyrsta sinn sem skynjarinn bjargar Mikkó hefur áður lýst atvikinu í pistli á Vísi. Í Bítinu segir Mikkó að umferðarmenningin á Íslandi sé ekki nægilega góð. Alltof mörg dæmi séu um að ökumenn séu ekki vakandi í umferðinni en á Sæbraut hafi bíllinn þó í hið minnsta verið vakandi. „Þess vegna erum við hér í dag. Ég allavega, af því að bíllinn var vakandi en ekki maðurinn.“ Ekki er um að ræða fyrsta sinn sem fréttist af því að búnaðurinn í rafbílnum, sem er sá vinsælasti á Íslandi, hafi komið í veg fyrir slys hér á landi. Litlu munaði að ekið hefði verið á fimm ára strák á hjóli á Seltjarnarnesi í ágúst í fyrra en skynjari í Teslu snarhemlaði og kom í veg fyrir árekstur. Mikkó segir miklar umræður hafa skapast um pistil sinn í hópi eigenda Tesla á Facebook. Auðvelt er að breyta hemlunarstillingum í Tesla bílum, að því er fram kemur á heimasíðu bílaframleiðandans. „Ég sá nú einn sem vissi að margir slökkvi á þessum búnaði af því að bílarnir ættu til að hemla svona, það kæmi fólki á óvart og fólki finndist það óþægilegt.Hann kysi að hafa kveikt á þessu því hann vildi frekar að þetta tæki völdin en að hann í einhverju gáleysi, gleymsku, eða mistökum sjái ekki eitthvað.“ Hryllingur að fylgjast með fólki í umferðinni Sjálfur starfar Mikkó jafnframt sem vöruflutningabílstjóri. Hann hefur því séð margt í umferðinni en að hans mati er umferðarmenning á Íslandi á niðurleið. „Það er algjör hryllingur bara hvað fólk er bara ekki að fylgjast með nokkru. Maður sér fólk fylgjast með sjónvarpsþætti á meðan það keyrir, og bara einhvern veginn rása á milli akreina, það kann ekki á hringtorg,“ segir Mikkó, sem tekur fram að þar séu ferðamenn þó sér á báti. Hann segist hafa keyrt um 2500 kílómetra nýlega í Kaliforníu, rétt hjá Los Angeles. Þar hafi hann ekki lent í neinu óhappi, vegir í standi og fólk að mestu með augun á veginum. „Ég tók tvo hjólarúnta hérna heima og á sitthvorum rúntinum þá var það þetta með Tesluna í eitt skiptið og hitt skiptið var það einhver stelpa sem ákvað að skipta um akrein bara skyndilega. Og þetta var ekkert mörghundruð kílómetra ferðalag hérna innanlands, þar sem ég lendi í þessu hérna á sitthvorum deginum.“ Mikkó segist telja marga þætti spila inn í. Hugsunarleysið sé mikið hjá ökumönnum. Fólk verði að vera vakandi í umferðinni. „Það bara áttar sig ekki á hvaða tjóni það getur í raun og veru valdið. Ég sé þetta allan daginn, alla daga.“
Umferð Umferðaröryggi Bílar Bítið Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira