Lýðheilsufræðingar segja aukið aðgengi að áfengi alvarlegt mál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 16:55 Félag lýðheilsufræðinga segir að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu, með tilliti til aukins aðgengis að áfengi í gegnum netverslanir Vísir/Vilhelm Félag lýðheilsufræðinga hefur gefið út yfirlýsingu vegna aukins aðgengis að áfengi, þar sem þeir segja að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu. Aukningin sem hafi orðið á aðgengi að áfengi sé þvert á lýðheilsustefnu og brjóti í bága við lög í landinu. „Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
„Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur
Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira