Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 23:06 Sjö helstu iðnríki heims, eða G7 ríkin, eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskalands. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira