Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 21:02 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði Íslendinga tapa árlega miklum fjármunum á því að vera með krónuna. Peningum sem hægt væri að verja í önnur og mikilvægari verkefni. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. „Mánuðum saman, langtímum saman, eru stýrivextir á Íslandi þeir sömu tölu og meðalhiti í sumarmánuði. Þetta er alger sturlun. Þetta er mannanna verk,“ sagði Sigmar í ræðu sinni. Hann sagði hitann stundum fara hærra, jafnvel í 17 gráður. Sem sé einmitt sama tala og vextir á yfirdráttarlánum. Þetta væri staðan í íslenska krónu hagkerfinu. „Við erum að glíma við vaxtaokur og verðbólgu brjálæði. Vextir eru alltaf hærri hérna á Íslandi og verðbólga er alltaf hærri hér á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að íslensk heimili þurfi að borga meira en tíu prósent í vexti á sinni dýrustu fjárfestingu, sem er húsnæði. Það er staðan í dag, rúmlega tíu prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að við Íslendingar þurfum að borga íbúðina okkar, ungt fólk, íbúðina sína, fasteignina sína, tvisvar til þrisvar á meðan fólk í nágrannalöndunum gerir það ekki,“ sagði Sigmar á þingi í kvöld. Viðreisn einu sem vilja breyta Hann sagði sömuleiðis óréttlátt að lítil og millistór fyrirtæki búi við erfitt vaxtaumhverfi og að stærstu fyrirtækin geti labbað út úr krónuhagkerfinu. Hann sagði Viðreisn eina flokkinn sem vilji breyta þessu með því að skipta um gjaldmiðil. „Vandinn okkar er nefnilega gjaldmiðillinn, einn minnsti gjaldmiðill í Evrópu, gjaldmiðill sem er eins og myllusteinn um hálsinn á okkur öllum. Við getum breytt þessu þótt við getum ekki breytt veðrinu, og við eigum að gera það.“ Alþingi Viðreisn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
„Mánuðum saman, langtímum saman, eru stýrivextir á Íslandi þeir sömu tölu og meðalhiti í sumarmánuði. Þetta er alger sturlun. Þetta er mannanna verk,“ sagði Sigmar í ræðu sinni. Hann sagði hitann stundum fara hærra, jafnvel í 17 gráður. Sem sé einmitt sama tala og vextir á yfirdráttarlánum. Þetta væri staðan í íslenska krónu hagkerfinu. „Við erum að glíma við vaxtaokur og verðbólgu brjálæði. Vextir eru alltaf hærri hérna á Íslandi og verðbólga er alltaf hærri hér á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að íslensk heimili þurfi að borga meira en tíu prósent í vexti á sinni dýrustu fjárfestingu, sem er húsnæði. Það er staðan í dag, rúmlega tíu prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að við Íslendingar þurfum að borga íbúðina okkar, ungt fólk, íbúðina sína, fasteignina sína, tvisvar til þrisvar á meðan fólk í nágrannalöndunum gerir það ekki,“ sagði Sigmar á þingi í kvöld. Viðreisn einu sem vilja breyta Hann sagði sömuleiðis óréttlátt að lítil og millistór fyrirtæki búi við erfitt vaxtaumhverfi og að stærstu fyrirtækin geti labbað út úr krónuhagkerfinu. Hann sagði Viðreisn eina flokkinn sem vilji breyta þessu með því að skipta um gjaldmiðil. „Vandinn okkar er nefnilega gjaldmiðillinn, einn minnsti gjaldmiðill í Evrópu, gjaldmiðill sem er eins og myllusteinn um hálsinn á okkur öllum. Við getum breytt þessu þótt við getum ekki breytt veðrinu, og við eigum að gera það.“
Alþingi Viðreisn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59