Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 15:12 Tom van Grieken, formaður Vlaams Belang, hefur lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu“ Flæmingja og Vallóna. EPA/Olivier Hoslet Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála. Belgía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Sjá meira
Í Flæmingjalandi er flokknum Vlaams Belang að vaxa ásmegin. Í fyrsta sinn stefnir í það að hann hljóti fleiri sæti en Nýja flæmska bandalagið sem hefur í gegnum tíðina verið vinælasti flokkur flæmskra íhaldsmanna. Helstu stefnumál flokksins er sjálfstætt Flæmingjaland ásamt strangri innflytjendastefnu. Guardian greinir frá. Tom van Grieken, formaður flokksins, vill stofna flæmskt lýðveldi og hefur áður lýst Belgíu sem „þvingaðri giftingu.“ Flokkurinn er með ríflega 27 prósenta fylgi í skoðanakönnunum sem er umtalsverð aukning frá síðustu þingkosningum þar sem hann hlaut 18 prósent flæmskra atkvæða. Stórsigur í kosningunum myndi þó ekki endilega duga til að koma flokknum í ríkisstjórn vegna langvarandi samkomulagi milli hinna flokkanna í landinu um að útiloka Vlaams Belang úr ríkisstjórnarmyndunarumræðum. Þetta samstarfsbann sem Belgar kalla „cordon sanitaire“ var sett á fyrirrennara flokksins vegna stefnu þess í innflytjendamálum sem var sögð stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Svipað samvinnubann gildir einnig um jaðarhægri flokka í Evrópuþinginu. Vlaams Belang hefur aldrei verið í sveita- eða ríkisstjórn vegna bannsins sem sett var fyrir þremur áratugum síðan. Hljóti Vlaams Belang og Nýja flæmska bandalagið meirihluta atkvæði í flæmska þinginu gæti blað verið brotið í sögu belgískra stjórnmála.
Belgía Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Sjá meira