Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:26 Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu Richard Pelham/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. „Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
„Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00