Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:26 Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu Richard Pelham/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. „Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
„Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00