„Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 14:00 Gareth Southgate var tekinn tali á æfingasvæði Tottenham Hotspur í gær. Vísir/Ívar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Ísland fyrir troðfullum Wembley í Lundúnum. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01