„Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 14:00 Gareth Southgate var tekinn tali á æfingasvæði Tottenham Hotspur í gær. Vísir/Ívar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Ísland fyrir troðfullum Wembley í Lundúnum. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01