Konunglegri heimsókn frestað vegna verkfallsins Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2024 13:56 Mary drottning og Friðrik tíundi sem tók við embætti konungs Danmerkur þegar Margrét Þórhildur, móðir hans, afsalaði sér krúnunni þann 14. janúar síðastliðinn. EPA Fyrirhugaðri opinberri heimsókn dönsku konungshjónanna til Færeyja hefur verið frestað vegna stöðunnar sem uppi er sökum viðtækra og langvinnra verkfallsaðgerða á eyjunum. Upphaflega áttu Friðrik konungur og Mary drottning að heimsækja Færeyjar dagana 12. til 14. júní. Á heimasíðu dönsku konungshallarinnar segir nú að heimsókninni hafi verið frestað. Í frétt DR kemur fram að svo virðist sem að það sé Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hafi tekið þá ákvörðun að fresta heimsókninni, en á heimasíðu konungshallarinnar dönsku kemur fram að fullur skilningur sé á stöðunni. Ekki hefur verið gefin út ný tímasetning fyrir heimsókn Friðriks og Mary til Færeyja. Verkfallsaðgerðir nokkurra stærstu stéttarfélaga í Færeyjum hafa nú staðið í tvær og hálfa viku og hefur það meðal annars leitt til eldsneytisskorts og tómra hillna í matvöruverslunum. Fjölmiðlar segja enn nokkuð vera í land í samningaviðræðum atvinnurekenda og stéttarfélaga. Meðal þeirra sem hafa lagt niður störf eru vörubílstjórar, verkamenn, ræstingarfólk og hafnarstarfsmenn. Sömuleiðis hefur þurft að loka skólum og leikskólum þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa byggingarnar vegna aðgerða ræstingarfólks. Færeyjar Danmörk Kóngafólk Tengdar fréttir Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. 5. júní 2024 00:00 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Upphaflega áttu Friðrik konungur og Mary drottning að heimsækja Færeyjar dagana 12. til 14. júní. Á heimasíðu dönsku konungshallarinnar segir nú að heimsókninni hafi verið frestað. Í frétt DR kemur fram að svo virðist sem að það sé Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, sem hafi tekið þá ákvörðun að fresta heimsókninni, en á heimasíðu konungshallarinnar dönsku kemur fram að fullur skilningur sé á stöðunni. Ekki hefur verið gefin út ný tímasetning fyrir heimsókn Friðriks og Mary til Færeyja. Verkfallsaðgerðir nokkurra stærstu stéttarfélaga í Færeyjum hafa nú staðið í tvær og hálfa viku og hefur það meðal annars leitt til eldsneytisskorts og tómra hillna í matvöruverslunum. Fjölmiðlar segja enn nokkuð vera í land í samningaviðræðum atvinnurekenda og stéttarfélaga. Meðal þeirra sem hafa lagt niður störf eru vörubílstjórar, verkamenn, ræstingarfólk og hafnarstarfsmenn. Sömuleiðis hefur þurft að loka skólum og leikskólum þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa byggingarnar vegna aðgerða ræstingarfólks.
Færeyjar Danmörk Kóngafólk Tengdar fréttir Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. 5. júní 2024 00:00 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. 5. júní 2024 00:00