Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Íþróttadeild Vísis skrifar 4. júní 2024 21:35 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Sjá meira
Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30