EM kvenna í fótbolta 2025

EM kvenna í fótbolta 2025

Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram í Sviss dagana 2. til 27. júlí 2025.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu

    Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta voru snöggar að kanna betur aðstæður í Thun vatni í gær en þær eru nú komnar til Gunten sem varða höfuðstöðvar þeirra á Evrópumótinu í Sviss.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Serbía - Ís­land 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM

    Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu fara á góðum nótum upp í flugvélina til Sviss, með 3-1 sigur í æfingaleik gegn Serbíu að baki. Þær bundu þar með enda á langa sigurlausa hrinu og mæta Finnum fullar sjálfstrausts í fyrsta leik á EM. Tveggja marka forysta var tekin á innan við fimm mínútum ogSveindís Jane skoraði svo stórbrotið mark í seinni hálfleik eftir sprett upp allan völlinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Elísa­bet stefnir á risa af­rek með Belgíu á EM

    Elísa­bet Gunnars­dóttir, lands­liðsþjálfari belgíska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, segir að það yrði risa af­rek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á fram­færi.

    Fótbolti