„Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Auk þess að leika lykilhlutverk innan vallar, með íslenska landsliðinu í fótbolta, sá Karólína Lea Vilhjálmsdóttir um það í heilt ár að vinna samfélagsmiðlaefni liðsins. Hún fann svo nýjan mann í starfið fyrir EM. Fótbolti 1.7.2025 09:02
Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Besti leikmaður heims, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí, er komin til móts við spænska landsliðið á æfingasvæðinu í Sviss eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús á Spáni vegna heilahimnubólgu. Fótbolti 1.7.2025 08:32
Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Diljá Ýr Zomers er mætt á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og þar með er draumur að rætast. Diljá hefur lagt allt í sölurnar yfir krefjandi tímabil til þess að ná þeim stað. Eftir að hafa sigrast á þrautagöngu og efasemdum uppsker hún rækilega núna. Fótbolti 1.7.2025 08:01
Stelpurnar stungu sér til sunds í vatninu Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta voru snöggar að kanna betur aðstæður í Thun vatni í gær en þær eru nú komnar til Gunten sem varða höfuðstöðvar þeirra á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 29. júní 2025 12:03
Útskrifuð af sjúkrahúsinu og gæti verið með á EM Spænska knattspyrnukonan Aitana Bonmati hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en hún var lögð inn vegna heilahimnubólgu aðeins nokkrum dögum fyrir Evrópumótið í Sviss. Fótbolti 29. júní 2025 11:12
Stelpurnar okkar mættar í paradísina Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 29. júní 2025 09:03
54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Opta tölfræðiþjónustan hefur nú reiknað sigurlíkur liðanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta en mótið hefst í næstu viku. Fótbolti 28. júní 2025 13:00
Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var búið að spila tíu leiki í röð án sigurs þegar liðið vann langþráðan sigur á Serbum í gærkvöldi. Fótbolti 28. júní 2025 11:33
Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Spænska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hugsanlega orðið fyrir miklu áfalli aðeins fimm dögum fyrir Evrópumótið í Sviss Fótbolti 28. júní 2025 09:02
Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Stelpurnar okkar mæta brosandi á Evrópumótið í Sviss eftir 3-1 sigur á Serbíu í kvöld í generalprufu sinni fyrir EM. Fótbolti 27. júní 2025 20:04
Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu fara á góðum nótum upp í flugvélina til Sviss, með 3-1 sigur í æfingaleik gegn Serbíu að baki. Þær bundu þar með enda á langa sigurlausa hrinu og mæta Finnum fullar sjálfstrausts í fyrsta leik á EM. Tveggja marka forysta var tekin á innan við fimm mínútum ogSveindís Jane skoraði svo stórbrotið mark í seinni hálfleik eftir sprett upp allan völlinn. Fótbolti 27. júní 2025 16:17
Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Þorsteinn Halldórsson hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir síðasta leik liðsins fyrir komandi Evrópumót í Sviss gegn Serbíu. Fótbolti 27. júní 2025 15:51
Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Finnar hafa nú spilað sinn síðasta æfingaleik áður en að þeir mæta Íslandi í fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta næsta miðvikudag. Þær finnsku fengu á sig tvö afar klaufaleg mörk í Hollandi í gær og var það seinna alveg sérstaklega slysalegt. Fótbolti 27. júní 2025 15:31
„Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Sérfræðingur NRK í Noregi segir að norska landsliðið muni ekki komast upp úr riðli sínum á EM í fótbolta ef frammistaða liðsins batnar ekki. Noregur spilar með Íslandi í A-riðli mótsins. Fótbolti 27. júní 2025 11:32
Elísabet stýrði Belgum til sigurs í generalprufunni fyrir EM Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta vann í kvöld 2-0 sigur á Grikklandi í undirbúningsleik fyrir Evrópumótið í Sviss. Fótbolti 26. júní 2025 20:11
Markadrottning afgreiddi mótherja Íslands í síðasta leik fyrir EM Finnar, mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Sviss, léku í kvöld lokaleik sinn fyrir mótið. Fótbolti 26. júní 2025 19:55
Sigur og tap í generalprufum mótherja Íslands fyrir EM í Sviss Sviss og Noregur, mótherjar íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í Sviss, léku bæði í kvöld síðasta undirbúningsleik sinn fyrir EM. Fótbolti 26. júní 2025 18:08
Rauð hitaviðvörun hjá stelpunum okkar í Serbíu Rauð hitaviðvörun var við gildi þegar íslenska kvennalandsliðið æfði í smábæ nálægt höfuðborg Serbíu fyrr í dag. Fótbolti 26. júní 2025 15:02
Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú við æfingar í Serbíu en það styttist óðum í Evrópumótið í Sviss sem hefst í næstu viku. Það var mjög heitt á æfingu íslenska liðsins í dag. Fótbolti 25. júní 2025 21:32
Meidd og mætir Íslandi ekki á EM: „Áfall fyrir Noreg“ Norska landsliðskonan í fótbolta, Guro Bergsvand, hefur þurft að draga sig úr landsliðshópi Noregs fyrir komandi Evrópumót í fótbolta í Sviss vegna meiðsla. Hún mun því ekki mæta íslenska landsliðinu þar í A-riðli. Fótbolti 25. júní 2025 11:02
Fjalla um stórt tap mótherja Íslands í leynileik við U15-strákalið Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta, sem mætir Íslandi á heimavelli á EM 6. júlí, hefur meðal annars undirbúið sig með leikjum við U15-lið karla hjá svissneskum félagsliðum. Myndband frá 7-1 tapi gegn U15-liði Luzern vakti talsverða athygli. Fótbolti 25. júní 2025 10:36
Bestu mörkin: Völdu draumalið Íslands á EM og engin þeirra eru eins Hverjar verða í byrjunarliði Íslands á EM í Sviss? Það koma margar til greina ef marka má draumaliðin fjögur sem voru valin hjá Bestu mörkunum. Fótbolti 24. júní 2025 07:02
Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. Fótbolti 23. júní 2025 16:45
Farnar á EM í Sviss en koma fyrst við í Serbíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun og framundan Evrópumótið í fótbolta í Sviss. Áður en þangað er haldið kemur liðið hins vegar við í Serbíu. Fótbolti 23. júní 2025 14:32