Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Íþróttadeild Vísis skrifar 4. júní 2024 21:35 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30