Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Íþróttadeild Vísis skrifar 4. júní 2024 21:35 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30