Real Madríd staðfestir komu Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 18:10 Genginn í raðir Real Madríd. Ralf Ibing/Getty Images Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur skrifað undir fimm ára samning við Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd. Félagið greindi frá þessu í dag. Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Segja má að um verst geymda leyndarmál fótboltans sé að ræða. Um leið og það var staðfest að hinn 25 ára gamli Mbappé yrði ekki áfram á mála hjá París Saint-German var næsta öruggt að hann myndi ganga í raðir Real Madríd. Mbappé var næstum búinn að semja við Real fyrir ári síðan en framlengdi á endanum í París til eins árs. Sá samningur rennur út þann 30. júní næstkomandi og nú hefur Real staðfest komu franska framherjans. Þar sem Mbappé er að verða samningslaus kemur hann á frjálsri sölu. Yfirlýsing Real gæti varla verið litlausari en þar segir í tæpum tuttugu orðum eða svo að Mbappé sé að ganga í raðir félagsins og skrifi undir fimm ára samning. Comunicado oficial: Mbappé.#RealMadrid— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 3, 2024 Mbappé er 25 ára gamall framherji sem á að baki 77 A-landsleiki fyrir Frakkland og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti stóran þátt í því þegar Frakkland varð heimsmeistari árið 2018 í Rússlandi. Hann hefur spilað fyrir Monaco og PSG á ferlinum. Þar hefur hann raðað inn mörkum en alls hefur hann skorað 288 mörk og gefið 126 stoðsendingar í 373 leikjum fyrir félögin tvö. Nú vonast forráðamenn Real til að Frakkinn haldi góðu gengi sínu áfram í Madríd.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04 Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27 Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Mbappé tilkynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tímabili Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 3. júní 2024 13:04
Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu. 2. júní 2024 14:27
Kylian Mbappé: Ég myndi elska að spila fyrir AC Milan Verst geymda leyndarmál knattspyrnuheimsins er að Kylian Mbappé verði leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid á næstu leiktíð. Hann var þó að tala um annað evrópskt stórlið í viðtölum við blaðamenn í gær. 30. maí 2024 10:00