Innlent

Tveir bílar skullu saman í Kolgrafarfirði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slysið átti sér stað í Kolgrafarfirði.
Slysið átti sér stað í Kolgrafarfirði. vísir

Sjúkrabílar og slökkvilið í Grundarfirði vinna enn á vettvangi bílslyss í Kolgrafarfirði. Tveir bílar skullu þar saman og annar ökumanna var fluttur með sjúkrabíl.

Þetta staðfestir Valgeir Þór Magnússon slökkviliðsstjóri Grundarfjarðar.

Annan bílinn þurfti að klippa. „Annar er á hliðinni og hinn úti í móa,“ segir Valgeir sem er enn á vettvangi. 

Annar ökumanna var fluttur með sjúkrabíl en hinn slapp við meiriháttar meiðsli, að því er virðist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×