Erlent

Hamas skaut eld­flaugum í átt að Tel Aviv

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldflaugun var skotið frá Rafah-borg á Gasa, samkvæmt Ísraelsher.
Eldflaugun var skotið frá Rafah-borg á Gasa, samkvæmt Ísraelsher. AP/Ramez Habboub

Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 

Um er að ræða fyrstu eldflaugaárás Hamas á borgina síðan í janúar. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hafa ekki borist tilkynningar um manntjón af völdum árásanna, sem Hamas hafa þegar lýst yfir ábyrgð á en í frétt BBC segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að sinna mörgum vegna kvíða. 

Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins. Þeim hafi verið skotið frá Rafah-borg á Gasa, þar sem Ísraelsher hefur að undanförnu gert umfangsmiklar árásir. 

AP hefur eftir talsmönnum Ísraelshers að „nokkur fjöldi“ eldflauganna hafi verið skotinn niður.


Tengdar fréttir

Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom

Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×