Leverkusen bikarmeistari eftir vonbrigðin í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 20:20 Xabi Alonso stýrði Leverkusen til sigurs í dag. Stuart Franklin/Getty Images Bayer Leverkusen er þýskur bikarmeistari í knattspyrnu karla. Liðið stendur uppi sem bæði Þýskalandsmeistari sem og þýskur bikarmeistari eftir ótrúlegt tímabil þar sem eina tap liðsins kom gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30
Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01
Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55