Leverkusen bikarmeistari eftir vonbrigðin í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 20:20 Xabi Alonso stýrði Leverkusen til sigurs í dag. Stuart Franklin/Getty Images Bayer Leverkusen er þýskur bikarmeistari í knattspyrnu karla. Liðið stendur uppi sem bæði Þýskalandsmeistari sem og þýskur bikarmeistari eftir ótrúlegt tímabil þar sem eina tap liðsins kom gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar. Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso fóru taplausir í gegnum þýsku úrvalsdeildina en liðið mátti svo þola heldur óvænt 3-0 tap í úrslitum Evrópudeildarinnar. Það tap gerði leik dagsins gegn B-deildarliði Kaiserslautern eilítið meira spennandi en fyrir leik var búist við öruggum sigri Leverkusen. Granit Xhaka, sem gekk í raðir Leverkusen á nýjan leik frá Arsenal síðasta sumar, sá hins vegar til þess að Leverkusen endaði tímabilið á jákvæðum nótum. Hann skoraði glæsilegt mark á 17. mínútu þegar hann þrumaði boltanum á lofti í vinstri samskeytin og staðan orðin 1-0. Und die #Werkself mit dem Vintage-Granit-Jubel! #FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Xhaka https://t.co/mzLoHe8rHM pic.twitter.com/dYEaONbZJC— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Það gekk illa hjá Leverkusen að bæta við öðru marki og undir lok fyrri hálfleiks fékk Odilon Kossounou sitt annað gula spjald en það var sem hann hefði ekki áttað sig á að hann væri á spjaldi. Við það fór um lið Leverkusen sem lagðist til baka í síðari hálfleik á meðan B-deildarlið Kaiserslautern gerði hvað það gat til að jafna metin. Það gekk þó ekki og Leverkusen vann 1-0 sigur sem tryggði liðinu þýska bikarinn. 🏆 Pokalsieger 2024. Dieses Team! 🥹#FCKB04 0:1 | #DFBPokalFinale | #Winnerkusen | #ForOurDream pic.twitter.com/jOlSN44odG— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) May 25, 2024 Ótrúlegu tímabili lokið og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks á næstu leiktíð en það er næsta öruggt að stórlið Evrópu munu kroppa í leikmenn þess í sumar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30 Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01 Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 23. maí 2024 12:30
Þrennan sem eyðilagði fullkomið tímabil Leverkusen Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 23. maí 2024 09:01
Lookman gekk frá Leverkusen og Atalanta er Evrópudeildarmeistari Ademola Lookman kom, sá og batt enda á ótrúlega sigurgöngu Bayer Leverkusen þegar hann skoraði magnaða þrennu og tryggði Atalanta 3-0 sigur í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. 22. maí 2024 20:55