Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 12:30 Lookman-fjölskyldan fagnar. Jean Catuffe/Getty Images Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira