Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 12:30 Lookman-fjölskyldan fagnar. Jean Catuffe/Getty Images Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira
Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira