Erlent

Hafnaði beiðni Baldwin um frá­vísun

Lovísa Arnardóttir skrifar
Alec Baldwin viðurkenndi að hafa dregið aftur hamarinn á skammbyssunni, en ekki að hann hafi tekið í gikkinn þegar skotinu var hleypt af.
Alec Baldwin viðurkenndi að hafa dregið aftur hamarinn á skammbyssunni, en ekki að hann hafi tekið í gikkinn þegar skotinu var hleypt af. Vísir/EPA

Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni.

Myndin var tekin upp í Nýju-Mexíkó. Leikstjóri myndarinnar, Joel Souza, særðist einnig þegar hleypt var af byssunni.

Fram kemur í umfjöllun BBC um málið að réttarhöldin yfir Baldwin hefjist í júlímánuði. Baldwin hefur ítrekað haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og hann ekki tekið í gikk byssunnar. Alríkislögreglan hefur þó komist að annari niðurstöðu í rannsókn sinni á málinu. Þá hefur hann einnig haldið því fram að hann beri ekki ábyrgð á andláti Hutchins því hann vissi ekki að í byssunni voru kúlur. Engin skotfæri hafi átt að vera á tökustað.

Vopnahirðir kvikmyndarinnar, Hannah Gutierrez-Reed, var í apríl á þessu ári dæmd til 18 mánaða fangelsis fyrir hennar hlut að málinu. Hún áfrýjaði niðurstöðunni í síðustu viku.

Baldwin var ákærður í janúar eftir að saksóknari þó lýst því að ekki væru nægjanleg sönnunargögn til að ákæra. Svipaðar kærur voru látnar falla niður í fyrra aðeins tveimur vikum áður en réttarhöldin áttu að hefjast.

Lögmenn Baldwin sóttu um frávísun fyrr í þessum mánuði en dómari endaði svo á að hafna þeirri beiðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×