Enski boltinn

Vill losna frá Crystal Palace og kaupa Everton

Ágúst Orri Arnarson skrifar
John Textor fer fyrir fjárfestingafyrirtækinu Eagle Football.
John Textor fer fyrir fjárfestingafyrirtækinu Eagle Football. Eurasia Sport Images/Getty Images

John Textor, meðeigandi Crystal Palace, hefur gefið út að hann hyggist selja hlut sinn í félaginu og róa á önnur mið í ensku úrvalsdeildinni.

Textor fer fyrir fjárfestingafyrirtækinu Eagle Football sem á 45 prósenta hlut í Crystal Palace. Söluferli er þegar hafið og leitað er að kaupanda.

Ástæða þess að Eagle Football vill selja er að þeim mistókst að tryggja sér meirihlutaeign í félaginu. Eagle Football, sem á einnig Botafogo, RWD Molenbeek og Lyon stefndi að því að gera Crystal Palace að toppnum á pýramídanum í eignarhaldi sínu.

Aðdáendur Crystal Palace voru ekki hrifnir af fjöleignarstefnu Eagle Football og létu vita af því. Adam Davy/PA Images via Getty Images

Í tilkynningu Eagle Football sagði Textor að Crystal Palace hafi ekki hentað sinni stefnu, félagið væri þó vel statt og árangur þess undanfarið ætti að kynda undir mögulegum kaupendum.

Eagle Football hefur sýnt áhuga á að kaupa Everton ef salan á Crystal Palace gengur í gegn. Everton hefur lengi verið til sölu vegna fjárhagsörðugleika félagsins og eigenda þess.

Kauptilboð frá 777 Partners í Everton var samþykkt á síðasta ári en þegar frekari fréttir af fjárhagsvandræðum félagsins dró 777 tilboðið til baka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×