Enski boltinn

Ten Hag telur öruggt að hann verði á­fram á næsta tíma­bili

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Erik Ten Hag er vongóður um áframhaldandi störf hjá Manchester United
Erik Ten Hag er vongóður um áframhaldandi störf hjá Manchester United Matthew Peters/Manchester United via Getty Images)

Erik Ten Hag segir eigendur Manchester United vilja halda honum við stjórnvölinn á næsta tímabili.

Framtíð þjálfarans hefur verið óráðin um einhvern tíma. Nýir eigendur og yfirmenn tóku við taumunum í desember og síðan þá hefur ítrekað heyrst að Ten Hag sé á förum.

Manchester United átti erfitt tímabil, endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og neðsta sæti síns riðils í Meistaradeildinni.

„Ég heyri að þeir vilji breyta öllu en halda áfram að byggja á mínum störfum. Það er það sem þau segja mér allavega,“ sagði Ten Hag í viðtali við Voetbal International.

Þá sagði hann að hann væri önnum kafinn við að undirbúa áætlanir fyrir næsta tímabil. Samningur hans rennur út að því loknu.

Ten Hag hefur á sínum tíma ekki alltaf hampað sigri en leiddi Manchester liðið að sínum fyrsta titli í sex ár á síðasta tímabili og vonast til að bæta í safnið síðar í dag þegar úrslitaleikur FA bikarsins fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×