Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið afgreiðir fjáraukalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2024 20:01 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir mikla ásókn í hlutdeildarlánin merki um að þörf sé á þeim. Vísir/Egill Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi. Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna. Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Ómögulegt hefur verið að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS síðan í mars. Miðað er að því að sex úthlutanir fari fram frá 1. janúar til 30. júní og gert ráð fyrir einu úthlutunartímabili í hverjum mánuði. Hlutdeildarlán eru hugsuð fyrir fyrstu kaupendur eða tekjulága og stendur þeim til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð hjá HMS. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar sagði í viðtali í byrjun apríl að búið væri að lána það fé sem hún hefði til umráða. Sagði hún þá óvíst hvenær næsta úthlutun yrði en það yrði í apríl. En ekkert varð úr því. Þetta hefur komið mörgum illa, þar á meðal ungri fjölskyldu sem hafði samband við fréttastofu. Sú fékk staðfest kauptilboð í íbúð í lok mars og gerði ráð fyrir að geta sótt um hlutdeildarlán í apríl. Enn hefur ekki opnað fyrir umsóknir síðan kauptilboðið var samþykkt og þau fylgst vel með, sent tölvupósta og hringt nánast daglega. Fyrstu svör voru að opnað yrði aftur fyrir umsóknir eftir páska, svo breyttust svörin í „á næstu vikum“ og nú eru svörin þau að það sé ófyrirséð hvenær tekið verði aftur á móti umsóknum sökum fjárskorts. Tíminn er nú á þrotum fyrir fjölskylduna og íbúðina á nú að setja aftur á sölu. „Við getum voðalega lítið brugðist við. Heimildirnar okkar eru á þrotum og við verðum að bíða,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. HMS fær þrjá milljarða á ári til að úthluta í hlutdeildarlán, sem kláruðust strax í mars. Ekki verður opnað aftur fyrir úthlutanir fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt, vonandi á næstu vikum, og stofnuninni tryggður milljarður í viðbót. Hvers vegna heldurðu að þetta hafi klárast svona fljótt núna? „Eftirspurnin var meiri núna en við bjuggumst við. Ég held að það sé vegna þess að þetta er gott úrræði. Það er að virka vel og hjálpa ungu fólki og efnaminni að komast inn á fasteignamarkaðinn. Nú hafa verið keypt 840 heimili með þessum lánum og þetta er að reynast vel,“ segir Anna.
Húsnæðismál Alþingi Tengdar fréttir Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31 Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46 Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Stuðningur við langtímakjarasamninga Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. 8. maí 2024 11:31
Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 5. apríl 2024 08:46
Dökk ský á leigumarkaði Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn. 8. mars 2024 10:15