Stuðningur við langtímakjarasamninga Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. maí 2024 11:31 Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. Sú sameiginlega sýn sem náðist milli launafólks og atvinnurekenda um í hverju hagsmunir samfélagsins fælust er til mikillar fyrirmyndar og sýnir að samvinna ólíkra aðila er ekki aðeins möguleg heldur nauðsynleg til að ná alvöru árangri. Stjórnvöld áttu í góðu samtali við aðila vinnumarkaðarins í þjóðhagsráði. Út frá þeim samtölum vann ríkisstjórnin hörðum höndum að því að skapa umgjörð sem gæti skilað kjarasamningum til langs tíma sem myndu styðja við lækkun verðbólgu og í kjölfarið lækkun vaxta. Afraksturinn er fjölbreyttur og mun auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um allt að 500 þúsund krónur á ári. Sérstakur einskiptis vaxtastuðningur Til að mæta sérstaklega þeim sem eru með há vaxtaútgjöld vegna íbúðarhúsnæðis kemur til sérstakur einskiptist vaxtastuðningur. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Heildarskostnaður er áætlaður sex milljarðar króna og er ekki gert ráð fyrir að aðgerðin verði enduretekin þar sem forsendur kjarasamninga miðast við að vaxtakostnaður heimila muni lækka. Hærri barnabætur og minni tekjuskerðingar Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingum. Með þessari aðgerð mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um tíu þúsund. Viðbótarkostnaður vegna þessa er áætlaður þrír milljarðar króna. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ísland hefur skorið sig úr samanburðarlöndum þegar kemur að fjölgun barna sem búa við fátækt. Til að mæta því hafa margir lagt til að dregið verði verulega úr kostnaði fjölskyldna vegna skólamáltíða. Velferðarvaktin er meðal þeirra sem lagt hafa áherslu á þessa leið sem verður farin, að minnsta kosti út samningstímabilið og hefst frá og með næsta skólaári. Kostnaður ríkisins á þessu ári er áætlaður 1,5 milljarðar króna og munu um 45 þúsund börn njóta gjaldfrjálsra skólamáltíða. Hærri húsnæðisbætur til leigjenda Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda hækka um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Breytingin tekur gildi fyrsta júní næstkomandi. Kostnaður vegna þessa verður um 1,3 milljarðar á árinu. Hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði Hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða hækkaðar úr 600 þúsund krónum á mánuði í 700 þúsund frá 1. apríl síðastliðnum. Viðbótarkostnaður er áætlaður 600 milljónir króna. Aukin gjaldfærsla vegna hlutdeildarlána Með aukinni gjaldfærslu er veitt svigrúm fyrir aukin hlutdeildarlán að upphæð einn milljarður króna. Kostnaður vegna þessa er 320 milljónir króna. Hlutdeildarlánin gagnast þeim sem eru með lágar tekjur litlar eignir og gerir þeim kleift að eignast eigið húsnæði. Framlag til vinnustaðanámssjóðs hækkað 150 milljónir króna eru ætlaðar til að hækka framlag til vinnustaðanámssjóðs til að efla vinnustaðanám og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu Með 50 milljóna króna framlagi er dregið úr kostnaði fólks við að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð. Hækkun á hámarksábyrgð Ábyrgðarsjóðs launa Gert er ráð fyrir 49 milljón króna hækkun framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa vegna hækkunar á hámarksábyrgð. Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma fram í frumvarpi til fjáraukalaga eru mikilvægar til þess að hér skapist aðstæður fyrir lækkun vaxta. Nú er pressan á hið opinbera og viðsemjendur þeirra að fylgja skynsamlegu fordæmi almenna markaðarins. Lengra verður ekki gengið af hálfu stjórnvalda. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi. Sú sameiginlega sýn sem náðist milli launafólks og atvinnurekenda um í hverju hagsmunir samfélagsins fælust er til mikillar fyrirmyndar og sýnir að samvinna ólíkra aðila er ekki aðeins möguleg heldur nauðsynleg til að ná alvöru árangri. Stjórnvöld áttu í góðu samtali við aðila vinnumarkaðarins í þjóðhagsráði. Út frá þeim samtölum vann ríkisstjórnin hörðum höndum að því að skapa umgjörð sem gæti skilað kjarasamningum til langs tíma sem myndu styðja við lækkun verðbólgu og í kjölfarið lækkun vaxta. Afraksturinn er fjölbreyttur og mun auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um allt að 500 þúsund krónur á ári. Sérstakur einskiptis vaxtastuðningur Til að mæta sérstaklega þeim sem eru með há vaxtaútgjöld vegna íbúðarhúsnæðis kemur til sérstakur einskiptist vaxtastuðningur. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Heildarskostnaður er áætlaður sex milljarðar króna og er ekki gert ráð fyrir að aðgerðin verði enduretekin þar sem forsendur kjarasamninga miðast við að vaxtakostnaður heimila muni lækka. Hærri barnabætur og minni tekjuskerðingar Barnabætur verða hækkaðar og dregið úr tekjuskerðingum. Með þessari aðgerð mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um tíu þúsund. Viðbótarkostnaður vegna þessa er áætlaður þrír milljarðar króna. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Ísland hefur skorið sig úr samanburðarlöndum þegar kemur að fjölgun barna sem búa við fátækt. Til að mæta því hafa margir lagt til að dregið verði verulega úr kostnaði fjölskyldna vegna skólamáltíða. Velferðarvaktin er meðal þeirra sem lagt hafa áherslu á þessa leið sem verður farin, að minnsta kosti út samningstímabilið og hefst frá og með næsta skólaári. Kostnaður ríkisins á þessu ári er áætlaður 1,5 milljarðar króna og munu um 45 þúsund börn njóta gjaldfrjálsra skólamáltíða. Hærri húsnæðisbætur til leigjenda Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda hækka um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Breytingin tekur gildi fyrsta júní næstkomandi. Kostnaður vegna þessa verður um 1,3 milljarðar á árinu. Hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði Hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verða hækkaðar úr 600 þúsund krónum á mánuði í 700 þúsund frá 1. apríl síðastliðnum. Viðbótarkostnaður er áætlaður 600 milljónir króna. Aukin gjaldfærsla vegna hlutdeildarlána Með aukinni gjaldfærslu er veitt svigrúm fyrir aukin hlutdeildarlán að upphæð einn milljarður króna. Kostnaður vegna þessa er 320 milljónir króna. Hlutdeildarlánin gagnast þeim sem eru með lágar tekjur litlar eignir og gerir þeim kleift að eignast eigið húsnæði. Framlag til vinnustaðanámssjóðs hækkað 150 milljónir króna eru ætlaðar til að hækka framlag til vinnustaðanámssjóðs til að efla vinnustaðanám og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu Með 50 milljóna króna framlagi er dregið úr kostnaði fólks við að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heimabyggð. Hækkun á hámarksábyrgð Ábyrgðarsjóðs launa Gert er ráð fyrir 49 milljón króna hækkun framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa vegna hækkunar á hámarksábyrgð. Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma fram í frumvarpi til fjáraukalaga eru mikilvægar til þess að hér skapist aðstæður fyrir lækkun vaxta. Nú er pressan á hið opinbera og viðsemjendur þeirra að fylgja skynsamlegu fordæmi almenna markaðarins. Lengra verður ekki gengið af hálfu stjórnvalda. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun