Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2024 08:46 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að opnað verði aftur fyrir umsóknir hlutdeildarlána í apríl. Nákvæm dagsetning liggi þó ekki fyrir. Vísir/Egill Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir fasteignasali vakti athygli á því í Bítinu á Bylgjunni í gær að ómögulegt væri nú að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS. Þegar hlutdeildarlán voru kynnt til sögunnar árið 2020 var kerfið þannig að sex úthlutanir voru á ári. Einn mánuð var opið fyrir umsóknir og þann næsta unnið úr þeim og þær afgreiddar og þetta endurtekið út árið. Eftir nokkra gagnrýni var því breytt og úthlutað tólf sinnum á ári, í hverjum mánuði það er að segja. Sá hátturinn hefur verið á að allur mánuðurinn hefur verið úthlutunartímabil og fólk því vart þurft að bíða eftir afgreiðslu umsókna. Komin með samþykkt kauptilboð en dyrnar hjá HMS lokaðar Hlutdeildarlán eru hugsuð þannig að fyrstu kaupendum eða tekjulágum stendur til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð til að koma sér inn á markaðinn. Á þessu láni hvíla engir vextir en þess í stað fær HMS sama hlutfall og var lánað af hagnaði þegar íbúðin er seld. Lánin eru því nokkur áhætta fyrir HMS. „Það sem kom mér svo á óvart núna er að það er allt í einu komið inn á heimasíðu HMS að „umsóknartímabilinu frá 6.3. til 21.3. er lokið og unnið er úr umsóknum. Næsta umsóknartímabil verður auglýst síðar“. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, þetta er úrræði sem á að vera í boði,“ sagði Guðlaug Ágústa í Bítinu í gær. Hún sagði þessa fyrirvaralausu lokun á umsóknir hafa áhrif á einhverja skjólstæðinga sína, sem séu komnir með samþykkt kauptilboð en komi nú að lokuðum dyrum. Hlutdeildarlán ekki sjálfsagt mál Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, svarar vangaveltum Guðlaugar í Bítinu í morgun og minnir í viðtalinu á að úrræðið sé ekki sjálfsagt mál. „Þetta er skattfé, þetta eru takmörkuð gæði og við verðum að vanda okkur mjög vel þegar við erum að úthluta þessum lánum. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, þetta er ekki sjálfsagt mál. Það var kannski umræðan, eins og ég upplifði hana í gær, að þetta væri sjálfsagt mál, hver sem er gæti fengið hlutdeildarlán,“ segir Anna Guðmunda. Hún segir mun meiri eftirspurn hafa verið eftir hlutdeildarlánum undanfarna mánuði en áður. „Úthlutun lauk núna í lok mars og þá kannski kemur að kjarna málsins. Það er búin að vera miklu meiri ásókn í þetta núna en við sáum fyrir og það eru ákveðnir fjármunir sem við höfum heimildir til að lána út,“ segir Anna. „Nú erum við bara að komast svolítið nálægt því að verða búin með það en stjórnvöld samþykktu eða ákváðu að styðja við uppbyggingu með stuðningi sínum við kjarasamningana. Það kemur meira fjármagn. Það er ekki alveg ljóst [hvenær næsta úthlutun er] en það verður í apríl.“ Húsnæðismál Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17. janúar 2024 13:46 Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5. desember 2023 09:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir fasteignasali vakti athygli á því í Bítinu á Bylgjunni í gær að ómögulegt væri nú að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS. Þegar hlutdeildarlán voru kynnt til sögunnar árið 2020 var kerfið þannig að sex úthlutanir voru á ári. Einn mánuð var opið fyrir umsóknir og þann næsta unnið úr þeim og þær afgreiddar og þetta endurtekið út árið. Eftir nokkra gagnrýni var því breytt og úthlutað tólf sinnum á ári, í hverjum mánuði það er að segja. Sá hátturinn hefur verið á að allur mánuðurinn hefur verið úthlutunartímabil og fólk því vart þurft að bíða eftir afgreiðslu umsókna. Komin með samþykkt kauptilboð en dyrnar hjá HMS lokaðar Hlutdeildarlán eru hugsuð þannig að fyrstu kaupendum eða tekjulágum stendur til boða að fá allt að 20 prósent kaupverðs í íbúð lánuð til að koma sér inn á markaðinn. Á þessu láni hvíla engir vextir en þess í stað fær HMS sama hlutfall og var lánað af hagnaði þegar íbúðin er seld. Lánin eru því nokkur áhætta fyrir HMS. „Það sem kom mér svo á óvart núna er að það er allt í einu komið inn á heimasíðu HMS að „umsóknartímabilinu frá 6.3. til 21.3. er lokið og unnið er úr umsóknum. Næsta umsóknartímabil verður auglýst síðar“. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, þetta er úrræði sem á að vera í boði,“ sagði Guðlaug Ágústa í Bítinu í gær. Hún sagði þessa fyrirvaralausu lokun á umsóknir hafa áhrif á einhverja skjólstæðinga sína, sem séu komnir með samþykkt kauptilboð en komi nú að lokuðum dyrum. Hlutdeildarlán ekki sjálfsagt mál Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, svarar vangaveltum Guðlaugar í Bítinu í morgun og minnir í viðtalinu á að úrræðið sé ekki sjálfsagt mál. „Þetta er skattfé, þetta eru takmörkuð gæði og við verðum að vanda okkur mjög vel þegar við erum að úthluta þessum lánum. Þetta er ekki fyrir hvern sem er, þetta er ekki sjálfsagt mál. Það var kannski umræðan, eins og ég upplifði hana í gær, að þetta væri sjálfsagt mál, hver sem er gæti fengið hlutdeildarlán,“ segir Anna Guðmunda. Hún segir mun meiri eftirspurn hafa verið eftir hlutdeildarlánum undanfarna mánuði en áður. „Úthlutun lauk núna í lok mars og þá kannski kemur að kjarna málsins. Það er búin að vera miklu meiri ásókn í þetta núna en við sáum fyrir og það eru ákveðnir fjármunir sem við höfum heimildir til að lána út,“ segir Anna. „Nú erum við bara að komast svolítið nálægt því að verða búin með það en stjórnvöld samþykktu eða ákváðu að styðja við uppbyggingu með stuðningi sínum við kjarasamningana. Það kemur meira fjármagn. Það er ekki alveg ljóst [hvenær næsta úthlutun er] en það verður í apríl.“
Húsnæðismál Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24 Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17. janúar 2024 13:46 Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5. desember 2023 09:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Aðgerðapakki stjórnvalda: Fríar skólamáltíðir, sérstakur vaxtastuðningur og hærri barnabætur Húsaleigulögum verður breytt og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar. Þá verður sérstakur vaxtastuðningur kynntur heimilunum á þessu ári. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld leggja til í aðgerðapakka til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins í gerð kjarasamnings, sem undirritaður var síðdegis. 7. mars 2024 18:24
Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. 17. janúar 2024 13:46
Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. 5. desember 2023 09:00