Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 22:31 Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna. Vísir/Arnar Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna harðlega fyrirhugaðan niðurskurð til löggæslumála í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og gera kröfu um að fjárveitingar verði frekar auknar til að mæta fleiri og stærri verkefnum. Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi í dag út ályktun þar sem hinn væntanlegi niðurskurður var harðlega gagnrýndur. Sjá einnig: Draumórar að löggæsla muni ekki skerðast Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnarinnar, mætti í Kvöldfréttir Stöðvar 2, þar sem hann sagði meðal annars að afleiðingar þessa ætlaða tveggja prósenta niðurskurðar yrði skert þjónusta hjá lögreglunni um land allt. „Við erum í mörg ár búin að tala um að það þurfi að fjölga lögreglumönnum. Það er verið að fjölga í lögregluskólanum, þannig að okkur finnst þetta kolröng skilaboð,“ sagði Fjölnir. Hann sagði stjórnina mjög hissa á þessu og þetta geti ekki annað en skert þjónustuna og ógnað öryggi borgara. Hann sagði lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu telja að um tvö hundruð lögreglumenn vanti þar og að lögreglumenn vanti um allt land. „Lögreglan er búin að vera að spara um allt land og mjög víða hafa verið lagðar niður næturvaktir á landinu. Þú getur í rauninni keyrt frá Reykjavík alla leið á Akureyri um miðja nótt og það er ekki nokkur lögreglumaður vakandi, nema þú takir krókinn á Ísafjörð,“ sagði Fjölnir. Sjá einnig: Fleiri löggur á leiðinni Hann sagði stuðning skorta og benti á að margir vissu ef til vill ekki að lögreglumenn væru oftar en ekki í mörgum hlutverkum. „Ég er til dæmis rannsóknarlögreglumaður og margir rannsóknarlögreglumenn eru líka viðstaddir mótmæli og skipta þá um búning, þannig að þeir eru í tveimur hlutverkum.“ Marga þarf til að leysa sakamál Fjölnir sagði að þó tæknin væri sífellt að aukast væri löggæsla mjög mannaflafrek. Það þyrfti margar manneskjur til að leysa eitt sakamál. „Eitt heimilisofbeldismál getur tekið marga klukkutíma og á meðan er lögreglumaðurinn ekki annarsstaðar. Þannig að það þarf mikinn fjölda af lögreglumönnum bara til að halda öryggi og geta fylgst með afbrotum.“ Niðurskurðurinn mun að mati Fjölnis og stjórnarinnar leiða til meira álags á lögreglumenn og meiri vinnu. Það sé þó óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn muni koma niður á störfum lögreglunnar. Laun séu lang mesti kostnaður hjá lögreglunni. Fjölnir segir frekar þörf á auknu fjármagni en niðurskurði hjá lögreglunni. „Við viljum aukið fjármagn og við viljum að þessir áttatíu sem eru að mennta sig sem lögreglumenn geti fengið vinnu þegar þeir útskrifast. Með þessum niðurskurði verða bara ekki stöður fyrir þá sem verið er að eyða peningum í að mennta.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði frá því í kvöld að hún hefði í vikunni óskað eftir því að fulltrúar lögreglunnar mættu á fund fjárlaganefndar. Hún sagðist vilja ræða áhrif væntanlegs niðurskurðar á löggæslu í landinu. „Heilbrigðisþjónusta er undanþegin aðhaldskröfu. Það þykir auðvitað ekki boðlegt að höggva í algjöra grunnþjónustu,“ skrifaði Þorbjörg á Facebook. „En hvað er löggæsla annað en algjör grunnþjónusta? Hvað er löggæsla annað en grunninnviðir samfélags?“ Hún segist taka heilshugar undir umsagnir lögreglunnar og undir orð Fjölnis í fréttum Stöðvar 2. Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna harðlega fyrirhugaðan niðurskurð til löggæslumála í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og gera kröfu um að fjárveitingar verði frekar auknar til að mæta fleiri og stærri verkefnum. Stjórn Landssambands lögreglumanna sendi í dag út ályktun þar sem hinn væntanlegi niðurskurður var harðlega gagnrýndur. Sjá einnig: Draumórar að löggæsla muni ekki skerðast Fjölnir Sæmundsson, formaður stjórnarinnar, mætti í Kvöldfréttir Stöðvar 2, þar sem hann sagði meðal annars að afleiðingar þessa ætlaða tveggja prósenta niðurskurðar yrði skert þjónusta hjá lögreglunni um land allt. „Við erum í mörg ár búin að tala um að það þurfi að fjölga lögreglumönnum. Það er verið að fjölga í lögregluskólanum, þannig að okkur finnst þetta kolröng skilaboð,“ sagði Fjölnir. Hann sagði stjórnina mjög hissa á þessu og þetta geti ekki annað en skert þjónustuna og ógnað öryggi borgara. Hann sagði lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu telja að um tvö hundruð lögreglumenn vanti þar og að lögreglumenn vanti um allt land. „Lögreglan er búin að vera að spara um allt land og mjög víða hafa verið lagðar niður næturvaktir á landinu. Þú getur í rauninni keyrt frá Reykjavík alla leið á Akureyri um miðja nótt og það er ekki nokkur lögreglumaður vakandi, nema þú takir krókinn á Ísafjörð,“ sagði Fjölnir. Sjá einnig: Fleiri löggur á leiðinni Hann sagði stuðning skorta og benti á að margir vissu ef til vill ekki að lögreglumenn væru oftar en ekki í mörgum hlutverkum. „Ég er til dæmis rannsóknarlögreglumaður og margir rannsóknarlögreglumenn eru líka viðstaddir mótmæli og skipta þá um búning, þannig að þeir eru í tveimur hlutverkum.“ Marga þarf til að leysa sakamál Fjölnir sagði að þó tæknin væri sífellt að aukast væri löggæsla mjög mannaflafrek. Það þyrfti margar manneskjur til að leysa eitt sakamál. „Eitt heimilisofbeldismál getur tekið marga klukkutíma og á meðan er lögreglumaðurinn ekki annarsstaðar. Þannig að það þarf mikinn fjölda af lögreglumönnum bara til að halda öryggi og geta fylgst með afbrotum.“ Niðurskurðurinn mun að mati Fjölnis og stjórnarinnar leiða til meira álags á lögreglumenn og meiri vinnu. Það sé þó óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn muni koma niður á störfum lögreglunnar. Laun séu lang mesti kostnaður hjá lögreglunni. Fjölnir segir frekar þörf á auknu fjármagni en niðurskurði hjá lögreglunni. „Við viljum aukið fjármagn og við viljum að þessir áttatíu sem eru að mennta sig sem lögreglumenn geti fengið vinnu þegar þeir útskrifast. Með þessum niðurskurði verða bara ekki stöður fyrir þá sem verið er að eyða peningum í að mennta.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði frá því í kvöld að hún hefði í vikunni óskað eftir því að fulltrúar lögreglunnar mættu á fund fjárlaganefndar. Hún sagðist vilja ræða áhrif væntanlegs niðurskurðar á löggæslu í landinu. „Heilbrigðisþjónusta er undanþegin aðhaldskröfu. Það þykir auðvitað ekki boðlegt að höggva í algjöra grunnþjónustu,“ skrifaði Þorbjörg á Facebook. „En hvað er löggæsla annað en algjör grunnþjónusta? Hvað er löggæsla annað en grunninnviðir samfélags?“ Hún segist taka heilshugar undir umsagnir lögreglunnar og undir orð Fjölnis í fréttum Stöðvar 2.
Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira