Fleiri löggur á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2024 11:53 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53