Hitafundur í Laugarnesskóla vegna skólauppbyggingar Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. maí 2024 20:57 Foreldrum í Laugarnesskóla líst illa á áform borgarinnar. Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar þann 13. mars lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata til endurskoðun á fyrri ákvörðun borgarinnar um viðbyggingar við skóla í Laugardalnum. Vilja fulltrúar falla frá fyrri áformum og byggja þess í stað einn unglingaskóla. Um er að ræða sviðsmynd fjögur í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda frá því í nóvember. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir í samtali við fréttastofu að sviðsmynd eitt, að byggja við skólana, hafi hugnast foreldrum best. „Sú sviðsmynd er samþykkt í skóla- og frístundaráði og svo staðfest í borgarráði. Þetta er í október 2022. Við héldum að með því væri búið að samþykkja að stækka alla skólana. Við skiluðum inn yfir þúsund mannna undirskriftalista þess efnis að við vildum þessa sviðsmynd. Að við vildum halda áfram þessu frábæra skólasamfélagi sem er hér í Laugardalnum, en ekki að skipta hverfinu eins og nú stendur til að gera. Að Laugarnesskóli og Laugalækjaskóli verði báðir barnaskólar og hverfinu þar með skipt í tvö skólahverfi. Það hugnast okkur ekki,“ sagði Eyrún Helga í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar Þorsteinsson var sömuleiðis til viðtals. Hann sagði að sviðsmynd eitt hafi ekki verið skólastarfi til góða, þegar betur hafi verið að gáð. „Það er afar brýnt að fara í framkvæmdir. Nú erum við að setja þetta í annan farveg, sem er raunhæfari og skynsamari. Hér þarf til dæmis að fara í umfangsmiklar mygluframkvæmdir hér, og í báðum hinum skólunum. Að fara í viðhaldsframkvæmdir og byggja við þá hefur gríðarlega neikvæð áhrif á skólastarf, bæði börnin og kennarana, skólalóðirnar og að þurfa að færa börnin til og frá. Þetta tæki mjög langan tíma.“ „Einhver úr borginni“ segist vita betur Nú eigi því að gera við skólana og vera með færanlegar kennslustofur, meðal annars á bílastæði KSÍ. „En að byggja síðan nýjan unglingaskóla sem býður upp á frábær tækifæri í dalnum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er erfið ákvörðun og ekki gaman að vera á þessum fundi og standa fyrir ákvörðun sem er ekki í samræmi við það sem þið (foreldrar) vilduð. En við erum kosin til að taka erfiðar ákvarðanir, þetta er fyrir skólastarfið að leiðarljósi, fyrir börnin.“ Eyrún kveðst ekki sammála Einari. „Við erum alls ekki sátt við það að það komi einhver úr borginni og segist vita betur þegar skólasamfélagið hefur lagt gríðarlega vinnu til að greina allar þessar þrjár sviðsmyndir sem hafa verið á borðum í ellefu ár. Þetta er ekki að gerast á tveimur árum, heldur ellefu árum.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Skipulag Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira