Rashford líka skilinn eftir heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 12:37 Marcus Rashford átti erfitt tímabil með Manchester United og horfir á EM heima í stofu í sumar. Getty/Simon Stacpoole Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima. Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Þessi 26 ára gamli framherji Manchester United hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og var bara með sjö mörk og tvær stoðsendingar í 33 deildarleikjum í vetur. Það hefur gengið á ýmsu innan sem utan vallar hjá Rashford á þessari leiktíð. Einn besti leikmaður Englendinga á HM í Katar 2022 fær því ekki tækifæri til að klæðast enska landsliðsbúningnum á stóra sviðinu í sumar. Southgate landsliðsþjálfari mun tilkynna æfingahópinn sinn í dag en erlendir fjölmiðlar hafa komist yfir vitneskju um hópinn. Fyrr í dag kom í ljós að miðjumaðurinn Jordan Henderson verður ekki í hópnum ekki frekar en vængmaðurinn Raheem Sterling. Jarrad Branthwaite, Curtis Jones, Jarell Quansah og Adam Wharton eru aftur á móti allir í hópnum en enginn þeirra hefur spilað landsleik. Branthwaite er 21 árs miðvörður Everton, Quansah er 21 árs miðvörður Liverpool, Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool og Wharton er 20 ára leikmaður Crystal Palace. Liðsfélagar Wharton hjá Palace, Eberechi Eze, Marc Guehi og Dean Henderson, eru allir sagðir vera í hópnum. Þar eru líka Levi Colwill, miðvörður Chelsea, Jarrod Bowen, framherji West Ham og James Trafford, markvörður Burnley. Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, Jack Grealish, kantmaður Manchester City og Ivan Toney, framherji Brentford eru líka allir í hópnum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Lokahópurinn verður skipaður 26 leikmönnum en lokafrestur til að tilkynna hann inn til UEFA er á miðnætti 7. júní. Enska landsliðið kemur saman 29. maí og spilar síðan vináttulandsleiki við Bosníu 3. júní og við Ísland 7. júni. Hér fyrir neðan má sjá hópinn en hann telur 33 leikmenn. Sjö þeirra fara því ekki með á EM. Gareth Southgate has named his 33-man squad for forthcoming friendlies against Bosnia and Herzegovina and Iceland 👥📝🏴 England will then announce their final 26-man squad for Euro 2024 on June 8th. pic.twitter.com/eK4mWHdCgL— BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira