Enski boltinn

Sagður vera búinn að henda Hender­son út úr enska lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson kláraði tímabilið með Ajax í Hollandi.
Jordan Henderson kláraði tímabilið með Ajax í Hollandi. Getty/Jeroen van den Berg

Jordan Henderson verður ekki með Englendingum á Evrópumótinu í fótbolta í sumar samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnir í dag æfingahóp sinn fyrir EM 2024.

Heimildir ESPN herma að bæði Eberechi Eze og Marc Guéhi séu í hópnum en ekki Henderson.

Henderson fór frá Liverpool síðasta sumar og samdi við lið Al Ettifaq í Sádi Arabíu. Hann fór síðan til Ajax í janúar að því virtist til að reyna að halda sér inn í enska landsliðshópnum.

Frammistaðan með Ajax virðist ekki hafa verið nóg fyrir fyrrum fyrirliða Liverpool til að halda sér í enska landsliðshópnum.

Chelsea bakvörðurinn Ben Chilwell er heldur ekki í hópnum en þar er aftur á móti liðsfélagi hans Levi Colwill.

Eze, Guéhi og Colwill hafa ekki keppt á stórmóti með enska landsliðinu en Hendersn er búinn að vera með á fjórum síðustu mótum, EM 2016 og 2020 sem og á HM 2018 og 2022.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×