Erlent

Diddy biðst af­sökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sean Diddy Combs var 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára.
Sean Diddy Combs var 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Getty

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 

Myndefnið sem um ræðir er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina. Þá sparkar hann í hana meðan hún liggur í jörðinni. 

Sjá einnig: Mynd­band sýnir á­rás Diddy

Í nýju myndskeiði sem tónlistarmaðurinn birti á Instagram segist hann sjá eftir gjörðum sínum og taka ábyrgð á þeim. 

„Mér bauð við hegðun minni þegar ég gerði þetta. Mér býður við þessu núna,“ sagði rapparinn í myndskeiðinu. „Ég leitaði mér hjálpar eftir þetta. Ég fékk sálfræðisaðstoð og fór í meðferð. Ég bað guð fyrirgefningar. Fyrirgefiði.“

Instagram-færsluna má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×