Ekki megrunarlyf heldur lyf við offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2024 13:10 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu. Sérfræðilæknir í meðferð offitu hefur áhyggjur af því að nokkur hópur fólks noti þyngdarstjórnunarlyf án þess að þurfa þau. Með lyfjunum sé hins vegar loksins komin meðferð við offitu og mikil fjölgun notenda þeirra sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður. Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hafi fjölgað um rúm sextíu prósent á síðustu sextán mánuðum, samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. Sala á lyfjunum hefur jafnframt tugfaldast síðustu ár, samkvæmt tölum frá Lyfjastofnun. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í meðferð offitu, segir fjölgun notenda ekki óvænta. „Það er í raun loksins komin meðferð við sjúkdómnum offitu og þar sem gríðarlega mikill fjöldi er með þennan sjúkdóm þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að það sé mikil eftirspurn eftir þessum lyfjum og í rauninni ætti að vera að ráðleggja mjög mörgum að fara á þessi lyf,“ segir Erla Gerður. Fleiri lyf við offitu séu væntanleg á markað. „Það sem við erum að sjá er í rauninni held ég bara byrjun á meðferð sem held ég hentar mjög mörgum. Ég held að við eigum bara eftir að sjá aukningu á því og það eru lika að koma mörg önnur lyf sem vinna inn á önnur kerfi í þyngdarstjórnunarkerfinu okkar.“ Ekki sé þó hægt að líta fram hjá því að fólk sem ekki þurfi á lyfjunum að halda sé samt að taka þau inn. „Ég hef áhyggjur af því, jú. Og þess vegna held ég að sé svo mikilvægt að góð fræðsla nái til allra, ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur almennings líka, þannig að fólk átti sig á því hvað þetta er. Og eitt skref í því til dæmis væri að breyta umfjöllun fjölmiðla þannig að ekki sé verið að tala um megrunarlyf, heldur lyf við offitu. Þetta er sitthvor hluturinn,“ segir Erla Gerður.
Heilbrigðismál Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01 Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06 Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. 18. maí 2024 08:01
Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi. 15. maí 2024 12:06
Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. 14. maí 2024 07:22