Skikkar lögreglu til að rannsaka stjórn aðventista Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 11:39 Gavin Anthony og tveir aðrir stjórnarmiðlimir í KSDA hafa nú verið kærðir fyrir auðgunarbrot til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Ómar Torfason, meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista, hefur kært stjórn kirkjunnar, þau Gavin Anthony, Jedel Oriel Ditta og Þóru Sigríði Jónsdóttur fyrir auðgunarbrot. Kærunni beindi kærandi til efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjórans, en Ríkislögreglustjóri beindi kærunni til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði kærunni frá með bréfi dagsettu 29. janúar 2024. Ómar áfrýjaði þeim úrskurði til ríkissaksóknara og hann hefur nú skikkað lögregluna til að taka upp eða hefja rannsókn á málinu. „Ríkissaksóknari telur að ekki verið hjá því komist að mæla fyrir um rannsókn á kærunni til að leiða í ljós réttmæti hennar og hvort refsilagabrot hafi verið framin af kærðu,“ segir í bréfi sem Jón H. B. Snorrason undirritar. En Vísir hefur gögn málsins í fórum sínum. Tengist námuvinnslu og viðskiptum við Heidelberg Málið er flókið og tengist stórkarlalegum fyrirætlunum Heidelberg Sement og námuvinnslu í landi aðventista. Stjórn kirkjunnar hefur haldið spilunum þétt að sér og samið við undirverktaka, Eden Mining, til að annast efnissölu til Heidelberg. Undir eru hvorki meira né minna en mikilvægir þættir fyrirhugaðar framkvæmda Heidelberg Materials sem kosið verður um þann 1. júní næstkomandi. Þetta hefur leitt til afgerandi ágreinings innan trúfélagsins. Þetta gengur í berhögg við yfirlýst markmið safnaðarins. Kæra Ómars beinist að þremenningunum og tengist í raun ásökunum um valdarán innan KSD. Kjör á nýrri samtakastjórn átti að fara fram á aðalfundi trúfélagsins árið 2022 í samræmi við ákvæði samþykkta kirkjunnar. Á 41. aðalfundi KSDA, sem fram fór 22. -25. september 2022 var ákveðið að vísa „námumálinu“ til sérstakrar rannsóknarnefndar á vegum Stór-Evrópudeildar þeirrar sem KSDA heyrir undir. Það hefur hins vegar dregist von úr viti og ekki hefur verið boðað til aðalfundar síðan þetta var. Engin úrræði önnur en kæra „Allt frá þeim tíma hefur fráfarandi samtakastjórn KSDA setið sem fastast við stjórnvölinn þrátt fyrir umboðsleysi og hávær áköll safnaðarmeðlima um boðun framhaldsfundar og kosningu nýrrar stjórnar. Á þessu rúma umboðslausa ári hafa hinir kærðu fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA greitt sér út laun og undirritað víðtækar fjárskuldbindingar í nafni kirkjunnar,“ svo vitnað sé beint í kæru Ómars. Með sjálftöku launa og fjárhagslegara skuldbindinga telur Ómar að þremenningarnir hafi gerst sek um auðgunarbrot og skaðað KSDA. Í bréfi sem Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður ritar fyrir hönd Ómars segir meðal annars að hann telji óumdeilt að fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA hafi tekið sér „einræðisvald yfir málefnum og fjárreiðum kirkjunnar án tilskilins umboðs og hafi safnaðarmeðlimir engin úrræði í höndum sér önnur en kæra háttsemina til embættisins.“ Lögreglumál Ölfus Árborg Trúmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. 23. apríl 2024 08:48 Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Kærunni beindi kærandi til efnhagsbrotadeildar Ríkislögreglustjórans, en Ríkislögreglustjóri beindi kærunni til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði kærunni frá með bréfi dagsettu 29. janúar 2024. Ómar áfrýjaði þeim úrskurði til ríkissaksóknara og hann hefur nú skikkað lögregluna til að taka upp eða hefja rannsókn á málinu. „Ríkissaksóknari telur að ekki verið hjá því komist að mæla fyrir um rannsókn á kærunni til að leiða í ljós réttmæti hennar og hvort refsilagabrot hafi verið framin af kærðu,“ segir í bréfi sem Jón H. B. Snorrason undirritar. En Vísir hefur gögn málsins í fórum sínum. Tengist námuvinnslu og viðskiptum við Heidelberg Málið er flókið og tengist stórkarlalegum fyrirætlunum Heidelberg Sement og námuvinnslu í landi aðventista. Stjórn kirkjunnar hefur haldið spilunum þétt að sér og samið við undirverktaka, Eden Mining, til að annast efnissölu til Heidelberg. Undir eru hvorki meira né minna en mikilvægir þættir fyrirhugaðar framkvæmda Heidelberg Materials sem kosið verður um þann 1. júní næstkomandi. Þetta hefur leitt til afgerandi ágreinings innan trúfélagsins. Þetta gengur í berhögg við yfirlýst markmið safnaðarins. Kæra Ómars beinist að þremenningunum og tengist í raun ásökunum um valdarán innan KSD. Kjör á nýrri samtakastjórn átti að fara fram á aðalfundi trúfélagsins árið 2022 í samræmi við ákvæði samþykkta kirkjunnar. Á 41. aðalfundi KSDA, sem fram fór 22. -25. september 2022 var ákveðið að vísa „námumálinu“ til sérstakrar rannsóknarnefndar á vegum Stór-Evrópudeildar þeirrar sem KSDA heyrir undir. Það hefur hins vegar dregist von úr viti og ekki hefur verið boðað til aðalfundar síðan þetta var. Engin úrræði önnur en kæra „Allt frá þeim tíma hefur fráfarandi samtakastjórn KSDA setið sem fastast við stjórnvölinn þrátt fyrir umboðsleysi og hávær áköll safnaðarmeðlima um boðun framhaldsfundar og kosningu nýrrar stjórnar. Á þessu rúma umboðslausa ári hafa hinir kærðu fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA greitt sér út laun og undirritað víðtækar fjárskuldbindingar í nafni kirkjunnar,“ svo vitnað sé beint í kæru Ómars. Með sjálftöku launa og fjárhagslegara skuldbindinga telur Ómar að þremenningarnir hafi gerst sek um auðgunarbrot og skaðað KSDA. Í bréfi sem Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður ritar fyrir hönd Ómars segir meðal annars að hann telji óumdeilt að fráfarandi stjórnarmeðlimir KSDA hafi tekið sér „einræðisvald yfir málefnum og fjárreiðum kirkjunnar án tilskilins umboðs og hafi safnaðarmeðlimir engin úrræði í höndum sér önnur en kæra háttsemina til embættisins.“
Lögreglumál Ölfus Árborg Trúmál Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. 23. apríl 2024 08:48 Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01 Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. 23. apríl 2024 08:48
Grjótmulningsverksmiðja umfram blómleg tækifæri komandi kynslóða? Sveitarfélagið Ölfus er ekki á flæðiskeri statt. Til marks um það er fyrirhuguð fjárfesting í uppbyggingu atvinnulífs í Ölfusi á milli tvö til þrjú hundruð milljarðar á næstu fimm til sjö árum. 14. maí 2024 09:01
Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36