„Þetta var ótrúlega erfitt“ Hinrik Wöhler skrifar 15. maí 2024 21:15 John Andrews, þjálfari Víkings, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét John Andrews, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir 1-0 baráttusigur á liði Þróttar á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er annar sigur Víkinga á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. „Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
„Ég er í skýjunum, stundum nærðu að skora tvö eða þrjú mörk og þetta lítur þægilega út. Í kvöld var það ekki raunin, þetta var ekki þægilegt. Þróttur er gott lið með frábæran þjálfara og þetta var ótrúlega erfitt, þannig við erum mjög ánægð með karakterinn í kvöld,“ sagði John skömmu eftir leikinn í Laugardalnum. Þjálfarinn var augljóslega sáttur með gang mála í leiknum en hann gerði aðeins eina skiptingu og hún kom seint í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. „Við gerum ekki skiptingar bara til að gera þær. Við gerum þær til að breyta leiknum, við köllum þær ekki skiptingar heldur leikbreyti. Leikmennirnir vita það vel, ef þær fá mínútu, 90 mínútur eða hálftíma þá eru þær þar til að breyta leiknum.“ „Okkur fannst Shaina [Ashouri] vera búin að standa vaktina vel, hún hljóp út um allt, fékk færi og skapaði allskonar vandræði fyrir mótherjana þannig við vildum aðeins hrista upp í þessu. Skipulagið á liðinu og leiknum var mjög gott og það var engin ástæða til þess að breyta því bara til að breyta. Leikmennirnir á bekknum vita það, ef við þurfum þær þá koma þær inn á,“ sagði John þegar hann var spurður út í einu skiptingu leiksins. Víkingur lyftir sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og verður það að teljast ágætis byrjun hjá nýliðunum. „Við erum að venjast deildinni og við áttum leik á móti Val sem var ekki góður. Við stóðum vel í Þór/KA og Fylkir eru með gott lið þrátt fyrir að vera nýliðar, ég er stoltur hvernig við höfum verið að spila. Við höldum áfram að segja að við séum að venjast deildinni og frammistaðan í kvöld var mjög þroskuð og við erum mjög sátt með frammistöðuna,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn