Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 22:00 Jasmín Erla Ingadóttir kom til Vals frá Stjörnunni í vetur og hefur farið vel af stað á Hlíðarenda. vísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira