Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2024 06:30 Mótmæli eru nú daglegt brauð í Tel Aviv og Jerúsalem, þar sem fólk kallar eftir lausn gíslanna í haldi Hamas og afsögn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. AP/Oded Balilty Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Samkvæmt New York Times er nú til skoðunar að stöðva fleiri sendingar, meðal annars stýribúnað til að breyta svokölluðum „heimskum sprengjum“, sem erfitt er að miða, í hnitmiðaðri vopn. Um er að ræða fyrsta skiptið sem Biden heldur vopnum frá Ísraelsmönnum til að setja þrýsting á þá en Biden hefur verið mjög skýr með það að hann styðji ekki áhlaup Ísraelshers á Rafah. Ísraelskir embættismenn greindu frá ákvörðun Bandaríkjamanna í síðustu viku en fregnirnar fengust ekki staðfestar vestanhafs fyrr en í gær, eftir að fréttist að Ísraelsmenn hefðu sent skriðdreka inn í Rafah. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vera að missa þolinmæðina gagnvart Ísraelsmönnum, sem virðast alfarið ætla að hunsa viðvaranir þeirra og annarra um að áhlaup gæti haft í för með sér gríðarlegt mannfall. Upphaflega tók Biden þá afstöðu að Ísraelar ættu ekki að ráðast inn fyrr en þeir hefðu lagt fram sannfærandi áætlun um hvernig þeir ætluðu að gera það án þess að það leiddi til hörmunga fyrir þá sem hafast við í borginni en nú eru Bandaríkjamenn sagðisr efast um að það sé yfir höfuð mögulegt. Enn er óvíst hvort Ísraelsmenn munu gera árás á Rafah á næstu dögum, í kjölfar þeirra „afmörkuðu aðgerða“ sem nú virðast standa yfir. Þeir segja landamærastöðvarnar sem lokað var í gær eða fyrradag, í Kerem Shalom og við Egyptaland, hafa verið opnaðar á ný.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira