Stormy Daniels í dómsal með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 14:16 Stormy Daniels hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump á árum áður. Einkalögmaður Trumps greiddi henni 130 þúsund dali fyrir að dreifa sögunni ekki en Trump hefur verið ákærður fyrir að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi lögmanninum. AP/Markus Schreiber Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira