Hamas samþykkir vopnahléstillögu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 16:55 Ísraelskum skriðdreka ekið frá Gasaströndinni. AP/Tsafrir Abayov Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt. Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Fyrstu fregnir frá Ísrael gefa til kynna að tillagan sé ný, eftir breytingu á fyrri tillögum, og breytingin sé runnin undan rifjum Egypta. Ólíklegt sé að Ísraelar muni samþykkja hana. Enn sem komið er hefur þó lítið verið staðfest varðandi tillöguna og virðist sem Ísraelum hafi ekki verið sagt frá henni áður en leiðtogi Hamas birti yfirlýsinguna um samþykkt hennar. Times of Israel hefur heimildir fyrir því að tillagan feli í sér fjörutíu daga vopnahlé í skiptum fyrir 33 gísla. Þá verði Ísraelum gert að sleppa hundruðum Palestínumanna úr haldi. Viðræður eiga svo að halda áfram þegar vopnahléið hefur staðið yfir í sextán daga. Eftir fjörutíu daga tímabilið eigi Hamas-liðar að sleppa þeim gíslum sem eftir eru í skiptum fyrir fleiri Palestínumenn og 42 daga vopnahlé til viðbótar. Eftir það tímabil eigi Hamas-liðar að afhenda þau lík sem þeir fluttu til Gasa frá Ísrael þann 7. október og lík gísla sem hafa dáið í haldi þeirra, í skiptum fyrir aðra 42 daga og líka Palestínumanna í haldi Ísraela. Erfiðar viðræður Erindrekar frá Katar og Egyptalandi hafa undanfarið reynt að miðla mála milli Ísraela og Hamas, með því markmiði að koma á vopnahléi á Gasaströndinni. Pólitískir leiðtogar Hamas hafa um langt skeið haldið til í Katar. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Um hundrað þúsund sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Viðræður síðustu daga sagðar hafa verið erfiðar. Benjamín Netanjahú sagði um helgina að þó Ísraelar samþykktu vopnahlé í skiptum fyrir það að Hamas-liðar slepptu þeim gíslum sem þeir hefðu enn í haldi, kæmi ekki til greina að binda endanlega enda á átökin.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. 5. maí 2024 19:50
Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. 5. maí 2024 13:17
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. 3. maí 2024 07:14