Fengu myndsímtal frá Ed Sheeran í búningsklefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 09:31 Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er stuðningsmaður Ipswich sem komst í gær upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/ Stephen Pond Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segir uppkomu Ipswich, eftir öll vonbrigðin síðustu ár, vera táknmynd um fegurð fótboltans. Það varð allt vitlaust í Ipswich borg í gær þegar fótboltafélag borgarinnar tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Það var líka fagnað hinum megin við Atlantshafið. Einn allra frægasti stuðningsmaður Ipswich Town liðsins er enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. Þegar félagið var síðast í ensku úrvalsdeildinni þá var Sheeran aðeins ellefu ára gamall og nýbúinn að læra á gítar. Hann varð síðan ein stærsta tónlistarstjarna heims, hefur selt milljónir platna og unnið til alls konar verðlauna. Sheeran hefur stutt félagið sitt í gegn súrt og sætt en Ipswich var í D-deildinni fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur líka verið í miklum samskiptum við liðið í aðdraganda leiksins í gær og var þannig í myndsímtali við búningsklefann eftir sigurinn á Huddersfield. ESPN var með myndatökumann með tónlistarstjörnunni þegar Sheeran fylgdist með sínum mönnum. Sheeran komst ekki á leikinn en hann er staddur í Miami í Bandaríkjunum og fylgdist því með leiknum eldsnemma um morgun á staðartíma. „Ég bý rétt fyrir utan Ipswich og hef séð félagið fara í gegnum mjög erfiða tíma. Ég veit líka að það að komast í ensku úrvalsdeildina mun koma með mikla spennu og gleði inn í fótboltafélagið. Það er líka gaman að sjá hvernig svona árangur lyftir allir borginni upp sem er mjög mikilvægt,“ sagði Ed Sheeran við ESPN. „Það sem er svo stórkostlegt við fótboltann en að það er svo erfitt að reikna hann út og þú veist aldrei hvað er að fara að gerast. Við höfum sex stærstu félögin missa fótanna og við höfum séð lið eins og Leicester vinna ensku úrvalsdeildina. Við vitum ekki hvað gerist hjá okkur á næsta tímabili en það væri frábær árangur á mínu mati ef við höldum okkur uppi,“ sagði Sheeran. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira
Það varð allt vitlaust í Ipswich borg í gær þegar fótboltafélag borgarinnar tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 22 ár. Það var líka fagnað hinum megin við Atlantshafið. Einn allra frægasti stuðningsmaður Ipswich Town liðsins er enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran. Þegar félagið var síðast í ensku úrvalsdeildinni þá var Sheeran aðeins ellefu ára gamall og nýbúinn að læra á gítar. Hann varð síðan ein stærsta tónlistarstjarna heims, hefur selt milljónir platna og unnið til alls konar verðlauna. Sheeran hefur stutt félagið sitt í gegn súrt og sætt en Ipswich var í D-deildinni fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur líka verið í miklum samskiptum við liðið í aðdraganda leiksins í gær og var þannig í myndsímtali við búningsklefann eftir sigurinn á Huddersfield. ESPN var með myndatökumann með tónlistarstjörnunni þegar Sheeran fylgdist með sínum mönnum. Sheeran komst ekki á leikinn en hann er staddur í Miami í Bandaríkjunum og fylgdist því með leiknum eldsnemma um morgun á staðartíma. „Ég bý rétt fyrir utan Ipswich og hef séð félagið fara í gegnum mjög erfiða tíma. Ég veit líka að það að komast í ensku úrvalsdeildina mun koma með mikla spennu og gleði inn í fótboltafélagið. Það er líka gaman að sjá hvernig svona árangur lyftir allir borginni upp sem er mjög mikilvægt,“ sagði Ed Sheeran við ESPN. „Það sem er svo stórkostlegt við fótboltann en að það er svo erfitt að reikna hann út og þú veist aldrei hvað er að fara að gerast. Við höfum sex stærstu félögin missa fótanna og við höfum séð lið eins og Leicester vinna ensku úrvalsdeildina. Við vitum ekki hvað gerist hjá okkur á næsta tímabili en það væri frábær árangur á mínu mati ef við höldum okkur uppi,“ sagði Sheeran.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira