„Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. maí 2024 17:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í dag en svekktur með úrslitin og meiðslin sem fyrirliði liðsins varð fyrir. Visir/ Hulda Margrét Vestri komst tvívegis yfir en tapaði að endingu 3-2 gegn FH í 5. umferð Bestu deildar karla. Fyrirliði liðsins, Elmar Atli Garðarsson, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um ristarbrot sé að ræða, líkt og liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir á dögunum. „Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
„Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49