Clattenburg hættur og segist hafa verið skotmark sérfræðinga Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 23:00 Clattenburg í stúkunni á leik Nottingham Forest og Liverpool fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty Mark Clattenburg hefur sagt upp störfum sem dómararáðgjafi hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Lið Forest fékk á sig kæru í dag vega yfirlýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var ráðinn til Nottingham Forest í febrúar sem ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Hann var sá fyrsti til að vera ráðinn í slíkt starf hjá liði í deildinni og var ekki lengi að koma sér í fréttirnar. Nottingham Forest hefur látið fyrir sér fara í umræðu um dómara og eftir tap liðsins gegn Everton á Goodison Park var myndbandsdómarinn Stuart Atwell sakaður um að vera aðdáandi Luton sem á í harðri fallbaráttu við lið Forest. Sögðu þeir Atwell hafa sleppt því að dæma augljósar vítaspyrnur sem Forest átti að fá í leiknum. Í dag birtist síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem greint var frá afsögn Mark Clattenburg. Þar segir hann að hann hafi tekið starfið að sér í góðri trú og í þeirri von að reynsla hann myndi nýtast liði Nottingham Forest í að öðlast hvernig ákvarðanir í leikjum eru teknar á lykilaugnablikum. „Hins vegar er það augljóst að ráðgjafastörf mín hafa orsakað núning á milli Nottingham Forest og annarra aðila. Ágreiningurinn hefur skapað vandræði fyrir Nottingham Forest frekar en að hjálpa félaginu og ég gerðu að skotmarki af ákveðnum aðilum og sérfræðingum,“ er haft eftir Clattenburg í yfirlýsingu Forest. Félagið, knattspyrnustjórinn og leikmaður kærðir „Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum og finnst þau miður, sérstaklega í því ljósi að ég tel þörf fyrir starf eins og þetta í knattspyrnunni. Ég er þakklátur Nottingham Forest fyrir tækifærið og óska þeim alls hins besta,“ var ennfremur haft eftir Clattenburg. Eftir að yfirlýsing Forest var gefin út var tilkynnt að enska knattspyrnusambandið hefði lagt fram kæru gagnvart Nottingham Forest vegna yfirlýsingu félagsins varðandi störf Stuart Atwell í umræddum leik Nottingham Forest og Everton. Knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og bakvörðuinn Neco Williams voru einnig kærðir vegna ummæala þeirra eftir leik og þá fékk Clattenburg viðvörun. Félagið hefur til 9. maí til að svara fyrir gjörðir sínar. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var ráðinn til Nottingham Forest í febrúar sem ráðgjafi félagsins í dómaramálum. Hann var sá fyrsti til að vera ráðinn í slíkt starf hjá liði í deildinni og var ekki lengi að koma sér í fréttirnar. Nottingham Forest hefur látið fyrir sér fara í umræðu um dómara og eftir tap liðsins gegn Everton á Goodison Park var myndbandsdómarinn Stuart Atwell sakaður um að vera aðdáandi Luton sem á í harðri fallbaráttu við lið Forest. Sögðu þeir Atwell hafa sleppt því að dæma augljósar vítaspyrnur sem Forest átti að fá í leiknum. Í dag birtist síðan yfirlýsing frá félaginu þar sem greint var frá afsögn Mark Clattenburg. Þar segir hann að hann hafi tekið starfið að sér í góðri trú og í þeirri von að reynsla hann myndi nýtast liði Nottingham Forest í að öðlast hvernig ákvarðanir í leikjum eru teknar á lykilaugnablikum. „Hins vegar er það augljóst að ráðgjafastörf mín hafa orsakað núning á milli Nottingham Forest og annarra aðila. Ágreiningurinn hefur skapað vandræði fyrir Nottingham Forest frekar en að hjálpa félaginu og ég gerðu að skotmarki af ákveðnum aðilum og sérfræðingum,“ er haft eftir Clattenburg í yfirlýsingu Forest. Félagið, knattspyrnustjórinn og leikmaður kærðir „Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum og finnst þau miður, sérstaklega í því ljósi að ég tel þörf fyrir starf eins og þetta í knattspyrnunni. Ég er þakklátur Nottingham Forest fyrir tækifærið og óska þeim alls hins besta,“ var ennfremur haft eftir Clattenburg. Eftir að yfirlýsing Forest var gefin út var tilkynnt að enska knattspyrnusambandið hefði lagt fram kæru gagnvart Nottingham Forest vegna yfirlýsingu félagsins varðandi störf Stuart Atwell í umræddum leik Nottingham Forest og Everton. Knattspyrnustjórinn Nuno Espirito Santo og bakvörðuinn Neco Williams voru einnig kærðir vegna ummæala þeirra eftir leik og þá fékk Clattenburg viðvörun. Félagið hefur til 9. maí til að svara fyrir gjörðir sínar.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira