Vill að fréttastofa RÚV biðji Maríu Sigrúnu afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 13:56 Ögmundur Jónasson er fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Vísir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Maríu Sigrúnu hafi verið rekin úr ritstjórnarteymi Kveiks og að innslag sem hún vann fyrir þáttinn og átti að vera sýnt í lokaþætti Kveiks þennan veturinn hafi aldrei farið í loftið. María Sigrún sagði Ingólf Bjarna Sigfússon, ritstjóra Kveiks, hafa sagt við sig að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku en hún væri hins vegar frábær fréttalesari. Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu RÚV birti svo yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði þáttinn einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn til að fara í loftið á þriðjudag. María Sigrún gaf lítið fyrir þá útskýringu og sagði að auðvelt hefði verið að klára þáttinn ef vilji hefði verið fyrir hendi hjá samstarfsmönnum hennar. Alls ekki starfsmannamál Ögmundur birti færslu á vefsíðu sinni í dag þar sem hann segir að ef þátturinn hafi ekki verið tilbúinn hafi það ekki verið rétt að reka Maríu Sigrúnu úr teyminu heldur frekar fresta umfjölluninni hávaðalaust. Þá segir hann málið ekki vera „starfsmannamál“ líkt og Heiðar Örn lýsti í færslu sinni. „Því fer fjarri að þetta sé fyrst og fremst starfsmannamál. Þvert á móti þarf að fá úr því skorið hvort hér sé á ferðinni tilraun til ritskoðunar og þöggunar. Þetta þarf að fá upplýst,“ segir Ögmundur. Vill afsökunarbeiðni Hann segir morgunljóst að um sé að ræða grófa ærumeiðingu um Maríu Sigrúnu að láta það „fylgja með sem klapp á kollinn þegar hún er rekin á dyr, að hún lesi fréttirnar vel og eigi ekki að ætla sér meira en hún hafi burði til.“ „Fréttastofunni ber að biðja Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar og reyndar einnig okkur sem eigum þessa fréttastofu og höfum þá menn í vinnu sem ekkert segjast vilja við okkur tala,“ segir Ögmundur.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira