Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 17:53 María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttakona hjá Ríkisútvarpinu. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira