Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 17:53 María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttakona hjá Ríkisútvarpinu. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira