Segir sína menn ekki verðskulda Evrópusæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2024 23:31 Pochettino var ekki skemmt yfir leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN „Arsenal er á þeim sem stað sem við viljum vera á. Við viljum vera á öðrum stað á næstu leiktíð en við erum nú,“ sagði Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, eftir 5-0 tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. „Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
„Það er ekki erfitt að útskýra hvað gerðist, það sáu öll að við börðumst ekki frá fyrstu mínútu. Eftir að þeir skoruðu fyrsta markið varð liðið mitt mjög aumt. Ég er mjög vonsvikinn með byrjunina því við ætluðum að mæta orkumiklir til leiks og standa okkur betur.“ „Við vorum ekki árásagjarnir og við héldum ekki einbeitingu í aðstæðum þar sem það er auðvelt að finna lausnir. Þess vegna erum við vonsviknir.“ „Í hálfleik töluðum við um að byrja á annan hátt, af krafti. En við byrjuðum fyrstu 10-15 mínúturnar í síðari hálfleik virkilega illa. Þegar við fengum á okkur þriðja markið þá gáfumst við upp.“ „Við börðumst og spiluðum virkilega vel gegn Manchester City, það var frábær leikur. En svo gerðum við það ekki þremur dögum seinna. Mögulega vorum við ekki nægilega ferskir.“ „Við erum að missa marga leikmenn í meiðsli og það gerir leikstjórnun erfiðari. Við getum ekki sagt að það sé ástæðan fyrir að við töpuðum en með því að missa Cole Palmer þá missum við skapandi leikmann sem tengir liðið saman,“ sagði Pochettino um fjarveru Palmer í kvöld. „Það er ósanngjarnt að tala um þá leikmenn sem voru ekki með. Frá því að tímabilið byrjaði hefur okkur vantað hina ýmsu leikmenn.“ Cole Palmer hefur verið allt í öllu í sóknarleik Chelsea á leiktíðinni.Marc Atkins/Getty Images Um Arsenal „Arsenal er með mjög gott lið en mér finnst að við höfum leyft þeim að spila sinn leik. Við gáfum þeim alla möguleika til að spila og skapa færi. Þess vegna erum við vonsviknir. Á vissan hátt var þetta jafn leikur en við erum of óstöðugir.“ „Það er erfitt að horfa fram veginn eftir leik sem þennan þar sem við erum vonsviknir. Það er erfitt að tala um markmið. Ef við spilum eins og við spiluðum í dag þá eigum við ekki skilið að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira