„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2024 21:48 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/diego Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. „Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
„Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira