„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2024 21:48 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/diego Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. „Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira