Íslenska landslagið ómetanlegt fyrir manninn með loftnet í höfuðkúpunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2024 19:22 Neil Harbisson, framtíðarhugsuður og „cyborg-listamaður“ í Hörpu í dag. Hann er hér á landi á vegum Orkuveitunnar, sem fékk hann til að flytja erindi á viðburði undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri“. Vísir/ívar Litblindur maður, sem „heyrir liti“ með loftneti sem hann lét græða í höfuðkúpuna, segir að landslag Íslands veiti honum dýrmæta þögn sem hann finni hvergi annars staðar. Við mæltum okkur mót við manninn í dag og kynntum okkur virkni loftnetsins. Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Tækni Ástin og lífið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Sumir litblindir sjá heiminn í svarthvítu. Í flestum tilvikum er ekkert við því að gera, nema kannski að leita á náðir tækninnar. Það gerði þessi maður, framtíðarhugsuðurinn og „cyborg-listamaðurinn“ Neil Harbisson, sem nú er staddur á Íslandi á vegum Orkuveitunnar. Hann er litblindur, allt blasir við honum svarthvítt, en árið 2004 lét hann græða loftnet í höfuðkúpuna á sér og segist nú skynja liti með hljóði. „Litur er í raun titringur sem flestir sjá með augunum. Í mínu tilfelli fer titringur litanna inn í loftnetið, býr til titring í höfðinu á mér og ég heyri þannig titring litanna,“ segir Neil. Við heyrum og sjáum dæmi um skynjunina í fréttinni hér fyrir neðan. Þögn í snjónum og hrauninu Neil segist skynja liti sem mannskepnan greinir yfirleitt ekki, útfjólubláa og innrauða tóna. Inntur eftir uppáhaldslitnum sínum nefnir Neil einmitt þá innrauðu. „Tíðni þeirra er mjög lág og þannig verð ég þess áskynja ef það er einhvers konar viðvörunarkerfi í búð eða banka. Þetta veitir mér viðbótarupplýsingar.“ Neil hefur öðlast talsverða frægð fyrir óhefðbundna skynjun sína og ferðast víða. Hann segist sérstaklega ánægður með hið íslenska litróf. „Hvíti snjórinn og svarta hraunið býr til þögn. Ég get því horft á landslagið hér og heyri ekki neitt, sem er gríðaróvenjulegt. Ég nýt þess mjög að beina loftnetinu að landslaginu.“ Andlit í C-dúr Við fylgdumst með Neil virða fyrir sér útsýnið úr Hörpu; við það ómuðu aðallega C- og F-nótur í höfði hans. Svo sneri hann sér að fréttamanni. „Andlitið á þér er dæmi um andlit í C-dúr. Hárið á þér er G, augun eru C og varirnar E. Do, mí, so. Þú ert í dúr.“ Segir þetta þér eitthvað um fólk? „Nei!“ segir Neil og hlær. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Tækni Ástin og lífið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira