„Er eiginlega ennþá í sjokki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Katla Sveinbjörnsdóttir var hetja Víkinga í sigrinum á Val. Vísir/Arnar 18 ára gamall Kvennskælingur var hetjan þegar Víkingur vann óvæntan sigur á Val eftir vítakeppni í Meistarakeppni kvenna í fótbolta í gær. Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira