Erlent

Hæsta vind­mylla heims á landi reist í Dan­mörku

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vindmyllur á túni nærri Ærøskøbing á eyjunni Ærø í Damnmörku.
Vindmyllur á túni nærri Ærøskøbing á eyjunni Ærø í Damnmörku. Getty/Bernd von Jutrczenka

Síðustu skref við uppsetningu hæstu vindmyllu heims sem staðsett er á landi verða tekin í dag við höfnina í Thyborøn á Jótlandi í Danmörku í dag. Vindmyllan er tæpum hundrað metrum hærri en hæst punktur landsins. 

Fyrirtækið Vestas sér um að reisa vindmylluna sem er 266 metrar að hæð og er með fimmtán megavatta túrbínu. Hún er rúmlega þrisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja og hundrað metrum hærri en hæsti náttúrulegi punktur Danmerkur en það er toppurinn á Møllehøj sem er í 170 metra hæð. 

Í samtali við danska ríkisútvarpið segir Jens Jørgen Birch verkstjóri þetta vera mikinn gleðidag. 

„Það hefur ekki nokkur maður mótmælt þessu og nú erum við að reisa vindmyllu á svæðinu í fjórða sinn og samfélagið er með okkur í þessu,“ segir Birch. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×