Enski boltinn

E­ver­ton á­frýjar stiga­frá­drætti á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sean Dyche er þjálfari Everton.
Sean Dyche er þjálfari Everton. Chris Brunskill/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Everton er í slæmri stöðu fjárhagslega. Þar sem félagið hefur ekki staðist fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar voru stig dregin af liðinu. Það hefur nú mótmælt þeim frádrætti.

Upphaflega voru tíu stig dregin af Everton en í febrúar fékk félagið fjögur stig til baka, frádrátturinn var því sex stig. Everton telur það þó vera of mikið og ætlar að áfrýja á nýjan leik samkvæmt frétt BBC.

Gæti farið svo að málið verði óleyst þegar deildin klárast seint í maí en enska úrvalsdeildin gefur sér til 24. maí til að klára endanlega mál sem þessi. Er það fimm dögum eftir að lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram.

Everton er sem stendur í 16. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.


Tengdar fréttir

Fleiri stig tekin af Everton

Tvö stig til viðbótar hafa verið tekin af Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, vegna brota á reglum um fjárhagslegt aðhald félaganna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×